Fara í efni

Fréttasafn

2 verkefni á Norðurlandi eystra hljóta hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í sautjánda sinn sunnudaginn 16. maí, við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.

Hugmyndaþorpið Norðurland er nú opið!

Nú hefur verið opnað fyrir Hugmyndaþorpið Norðurland sem er hugmyndasamkeppni í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Leitast verður eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að auka og hvetja til fullvinnslu afurða. Þátttakendur nota Hugmyndaþorp sem er hannað af Austan mána til að koma með hagnýtar og frumlegar hugmyndir útaf frá viðfangsefninu.

Matarboð Nýsköpunarvikunnar: Sjávarborg og R-Rabarbari

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga mun í samstarfi við R-Rabarbari frá Svalbarðseyri taka þátt í Matarboði Nýsköpunarvikunnar. Sjávarborg mun bjóða upp á drykki og mat með vörum frá R-Rabarbara í aðahlutverki. Á boðstólum verður meðal annars rababara kokteilar, fiskréttur og rabarbarapæ.

Almenningssamgöngur austan Tjörnes- könnun

SSNE biður íbúa frá Bakkafirði að Tjörnesi að svara könnun sem er ætlað að kanna og kortleggja mögulegar almenningssamgöngur á svæðinu, meta þörf á slíkum samgöngum og hvaða lausnir henta íbúum best.

Tvö laus störf hjá SSNE

SSNE leitar að tveimur einstaklingum til að ganga til liðs við teymið okkar en opnar stöður eru í boði á Húsavík annars vegar og í Ólafsfirði hins vegar. 

SSNE minnkar kolefnisspor með rafrænum undirskriftum

Í mars sl. tókum við hjá SSNE upp rafrænar undirskriftir sem hafa aldeilis sparað okkur sporin. Þetta er hluti af aukinni umhverfisvitund samtakanna en á fyrstu 2 mánuðunum höfum við sparað yfir 11 þús ekna kílómetra í 169 bílferðum sem minnkar kolefnisspor samtakanna um 1,51 tonn*.

Opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2021 eru 630 m.kr. og er umsóknarfrestur til og með 6.júní 2021. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. SSNE býður upp á ráðgjöf og aðstoð vegna styrkumsóknaskrifa, m.a. í Matvælasjóð.

Ný verkfærakista fyrir sveitarfélög vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkfærakista um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna var gefin út í maí 2021, en henni er ætlað að vera þeim til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til að vinna að heimsmarkmiðunum.

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóð

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2022. Umsóknarfrestur er til 15. júní, kl. 15:00. 
Myndin er tekin við undirritun samnings 30. apríl sl, á henni eru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður RHA, Hilda Jana Gísladóttir formaður SSNE og Hjalti Jóhanesson sérfræðingur hjá RHA.

Samgöngustefna Norðurlands eystra

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til RHA vegna Samgöngustefnu Norðurlands eystra 7,5 m. kr.
Getum við bætt síðuna?