Fara í efni

Matarboð Nýsköpunarvikunnar: Sjávarborg og R-Rabarbari

Matarboð Nýsköpunarvikunnar: Sjávarborg og R-Rabarbari

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga mun í samstarfi við R-Rabarbari frá Svalbarðseyri taka þátt í Matarboði Nýsköpunarvikunnar. Sjávarborg mun bjóða upp á drykki og mat með vörum frá R-Rabarbara í aðahlutverki. Á boðstólum verður meðal annars rababara kokteilar, fiskréttur og rabarbarapæ.

Matarboðið er samansafn viðburða sem eiga sér stað samhliða Nýsköpunarvikunni dagana 26. maí - 2. júní. Viðburðunum er ætlað að para saman matarfrumkvöðla við veitingaþjónustu og skapa einstaka matarupplifun fyrir gesti. Matarboðið er vettvangur fyrir frumkvöðla og veitingastaði til að vinna saman, kynna sig, starfsemi sína og vörur ásamt því að varpa ljósi á hversu fjölbreytt og margbreytilegt íslenskt frumkvöðlastarf er orðið.

SSNE tekur þátt í Nýsköpunarvikunni, nánari upplýsingar er að finna á Facebook viðburðinum Nýsköpunarvikan á Norðurlandi.

Getum við bætt síðuna?