Fara í efni

SSNE minnkar kolefnisspor með rafrænum undirskriftum

SSNE minnkar kolefnisspor með rafrænum undirskriftum

Í mars sl. tókum við hjá SSNE upp rafrænar undirskriftir sem hafa aldeilis sparað okkur sporin. Þetta er hluti af aukinni umhverfisvitund samtakanna en á fyrstu 2 mánuðunum höfum við sparað yfir 11 þús ekna kílómetra í 169 bílferðum sem minnkar kolefnisspor samtakanna um 1,51 tonn*.

Þannig voru samningar vegna allra verkefna sem hlutu styrki úr Uppbyggingarsjóðnum ásamt áhersluverkefnum SSNE 2021 undirritaðir rafrænt og var meðaltími undirskriftarferilsins, frá því að samningur var sendur til styrþega þar til allir aðilar höfðu undirritað skjalið og fengið af því fullgilt eintak, innan við 24 klst! Þar af voru 26.1% samninga undirritaðir á innan við 10 mínútum.

Þetta skilar sér í aukinni hagræðingu, tímasparnaði og skilvirkni samstarfs samtakanna við alla hagaðila sem eykur ánægju og hamingju allra. Í nýendurskoðaðri sóknaráætlun landshlutans er hamingju íbúa gert hátt undir höfði og þar vonum við að bætt þjónusta og lækkað kolefnisspor spili inn í.

Við hvetjum sveitarstjórnir og aðra hagaðila SSNE til að stíga skref í átt að rafrænum undirritunum, hafi það ekki nú þegar verið tekið. Hægt er að fá ráðgjöf hjá SSNE um ferlið með því að senda póst hingað.



* skv. stöðluðum  mælingum Taktikal.is 

 

Getum við bætt síðuna?