Fara í efni

Ný verkfærakista fyrir sveitarfélög vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Ný verkfærakista fyrir sveitarfélög vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkfærakista fyrir sveitarfélög

Verkfærakista um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna var gefin út í maí 2021, en henni er ætlað að vera þeim til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til að vinna að heimsmarkmiðunum. Verkfærakistan var unnin fyrir hönd verkefnastjórnar stjórnvalda um heimsmarkmiðin í nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og samstarfssvettvang ríkis og sveitarfélaga um heimsmarkmiðin.

Verkefnakistan setur fram fimm skref sem er ætlað að leiðbeina sveitarfélögum við að vinna markvisst að innleiðingu heimsmarkmiðanna. Kistan byggist á erlendum fyrirmyndum auk dæma frá Íslandi. Listinn yfir aðgerðir við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum er ekki tæmandi, heldur er tilgangurinn að leggja til leiðir og gefa hugmyndir að hagnýtum aðferðum við að nálgast markmiðin, tengja við markmiðsetningu sveitarfélaga og efla um leið sjálfbæra þróun í daglegri starfsemi.

Hér má nálgast verkfærakistuna.

Getum við bætt síðuna?