Fara í efni

Fréttasafn

Heims­mark­miðasjóður at­vinnu­lífs­ins. Um­sókn­ar­frest­ur 15. okt

Sjóðurinn styrkir verkefni íslenskra fyrirtækja til að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í þróunarlöndum. umsóknarfrestur í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins er til 15. október næstkomandi

Breski sendiherrann heimsótti SSNE

Dr. Bryony Mathew, nýr sendiherra Breta á Íslandi heimsótti SSNE þar sem margvíslegar leiðir til að efla samstarf Bretlands og Íslands voru ræddar.
Icelandic Eider taka þátt í Vaxtarrými.

Átta nýsköpunarteymi hafa verið valin til þátttöku í Vaxtarrými

Átta kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 4. október næstkomandi. Fjölmargar umsóknir bárust víðsvegar af Norðurlandi af fjölbreyttum verkefnum.
Ljósmynd: Aðalsteinn Atli

Haustþing SSNE föstudaginn 1. október

Stjórn SSNE boðar hér með til rafræns aukaþings samtakanna 1. október 2021.

Námskeið um aukið virði hliðarafurða matvælaframleiðslu

Matís, Háskóli Íslands og Institute of animal reproduction and food research Polish academy of sciences in Olsztyn eru nú í óðaönn að skipuleggja námskeiðið School on adding value to food side streams 2021 sem mun fara fram á Íslandi 7.-17. október næstkomandi.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur er frá 27. september til kl. 13 þriðjudaginn 26. október 2021.

Framlengdur umsóknarfrestur í Svanna lánatryggingasjóð kvenna

Umsóknarfrestur í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna hefur verið framlengdur til 15. október nk. Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna

Fjöldi umsókna í Vaxtarrými

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými en umsóknarfresti lauk á miðnætti, mánudaginn 20. september. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpunarverkefna innan starfandi fyrirtækja á Norðurlandi. Áhersla hraðalsins er sjálfbærni, matur, vatn og orka.

Greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir árið 2020

Heildarfjármunir til sóknaráætlana árið 2020 voru tæpir 1,6 milljarðar króna og stærstur hluti þeirra fjármuna komu frá ríkinu. Á árinu 2020 var unnið að samtals 60 áhersluverkefnum og nam framlag til þeirra tæpum 564,4 milljónum króna. Alls hlutu 614 verkefni styrki úr uppbyggingarsjóðunum, samtals að fjárhæð rúmum 444 milljónum króna.

Störf án staðsetningar - Persónuvernd opnar formlega á Húsavík

Í byrjun árs auglýsti Persónuvernd lausar til umsóknar tvær stöður hjá stofnuninni á nýrri starfsstöð hennar á Húsavík. Í Byggðaáætlun er aðgerð sem lýtur að því að 10% starfa stofnanna á vegum ríkisins verði auglýst án staðsetningar. Persónuvernd var því að taka eitt skref í átt að því með því að auglýsa störf utan höfuðborgarsvæðisins. Formleg opnun starfsstöð Persónuverndar á Húsavík fór fram þann 9. september sl., þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, opnuðu starfsstöðina formlega og fluttu ávörp ásamt Svavar Pálssyni, sýslumanni á Norðurlandi eystra.
Getum við bætt síðuna?