Fara í efni

Haustþing SSNE föstudaginn 1. október

Ljósmynd: Aðalsteinn Atli
Ljósmynd: Aðalsteinn Atli

Haustþing SSNE föstudaginn 1. október

Á ársþingi SSNE í apríl var lagt til að fyrra aukaþing verði haldið 24. september. Síðar kom í ljós að kosið verður til Alþingis næsta dag, 25. september. Stjórn SSNE fjallaði um málið á fundi sínum 11. ágúst og ákvað að aukaþingið skuli haldið viku seinna en upphaflega var ráðgert, eða 1. október 2021. Með tilliti til stöðu heimsfaraldursins og sóttvarnarreglna er gert ráð fyrir rafrænu þingi. Þingið er öllum opið sem eiga lögheimili á Norðurlandi eystra.

Haustþing SSNE
Dagskrá:
08:30    Þingsetning. Hilda Jana Gísladóttir, formaður SSNE.
                Kosning fundarstjóra og tveggjan ritara.
                Kosning kjörnefndar.
                Kosning fjárhags- og stjórnsýslunefndar.
                Skýrsla stjórnar - framvinda starfsáætlunar yfirstandandi árs.
                Starfsáætlun SSNE 2022.
                Staða fjárhagsáætlunar 2021 og drög að fjárhagsáætlun 2022.
09:00   Tillögur frá framkvæmdastjóra
                Tillaga um breytta skipan fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar.
                Tillaga um stofnun fagráðs umhverfismála SSNE.
                Tillaga um skipan fagráðs umhverfismála.
                Tillaga um fjölgun varamanna í úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs.
                Tillaga um skipan úthlutunarnefndar uppbyggingarsjóðs.
09:10    Svæðisborgin Akureyri - kynning og umræður
09:30   Samgöngustefna SSNE, staða verkefnisins og umræður
10:20    Kaffihlé
10:30    SSNE og atvinnulífið - kynning
10:45        - Hópavinna um áherslur SSNE í málefnum atvinnulífsins
                    - kynningar hópa
11.15      Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur málefni sem löglega
                eru upp borin.
11:20     Önnur mál.
11:30     Þingslit

Málfrelsi og tillögurétt á þingum eiga eftirtaldir aðilar:

Fulltrúar í úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra
Fulltrúar fagráða SSNE
Fulltrúar í undirnefndum SSNE
Fulltrúar formlegra samtaka atvinnulífs sem starfa á svæðinu
Fulltrúar formlegra stéttarfélaga sem starfa á svæðinu
Fulltrúar menningar- og listastofnana sem starfa á svæðinu
Fulltrúar fræðastofnana á svæðinu
Fulltrúar formlegra samtaka á sviði umhverfismála á svæðinu
Fulltrúar opinberra stofnana
Framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaga
Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga og varamenn þeirra
Alþingismenn Norðausturkjördæmis og varamenn þeirra

 Hægt er að senda tölvupóst á ssne@ssne.is til að fá senda slóð á fundinn.

 

Getum við bætt síðuna?