Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Opið er fyrir umsóknir í Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA

Á undanförnum áratugum hefur Menningarsjóður KEA, nú Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA, veitt hverskonar menningarstarfsemi á félagssvæðinu öflugan fjárhagslegan stuðning. Opið er fyrir umsóknir en umsóknarfrestur rennur út 21. október.

Matsjá: stuðningsverkefni fyrir matarfrumkvöðla

Landshlutasamtökin á landinu öllu ásamt Samtökum smáframleiðenda matvæla fengu nýverið styrk úr Matvælasjóði fyrir stuðningsverkefni sem hlotið hefur nafnið Matsjáin. Hún byggir á svipaðri hugmyndafræði og Ratsjáin sem er lausn sem sniðin er að þörfum aðila í ferðaþjónustu og hefur gefið afar góða raun. Við hvetjum alla matarfrumkvöðla til að kynna sér málið betur.
Mynd: MN

Grænir iðngarðar og græn framtíð á Bakka

Íslandsstofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing hafa undanfarna mánuði unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. 

Drift: Ný starfseining atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins opnar á Akureyri

Drift mun í upphafi sinna rekstri og umsýslu stærstu sjóða ráðuneytisins og hafa umsjón með tilteknum nýsköpunarverkefnum.

Úthlutun úr Matvælasjóði

Úthlutað var úr Matvælasjóði 15.september og voru það alls 8 verkefni á Norðurlandi eystra sem hlutu styrki upp á tæpa 31 m.kr. auk 9 annarra verkefna sem ná yfir nokkra landshluta, að Norðausturlandi meðtöldu. Verkefnin voru fjölbreytt og áhugaverð en eftirfarandi verkefni hlutu styrk í okkar landshluta:

Nýsköpunarvogin 2021

Ný tækni er einn helsti drifkrafur nýsköpunar hjá opinberum aðilum samkvæmt niðurstöðum úr Nýsköpunarvoginni 2021 sem nú liggja fyrir. Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun með þann tilgang að kortleggja og meta umfang nýsköpunar hjá hinu opinbera. Könnunin hefur nú verið framkvæmd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í annað sinn hér á landi en hún var lögð fyrir forstöðumenn stofnana ríkisins og fulltrúa sveitarfélaga síðastliðið sumar.

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Norðanátt, regnhlífasamtök nýsköpunar á Norðurlandi, stóðu fyrir kynningarfundi um viðskiptahraðalinn Vaxtarrými mánudaginn 13. september. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki, frumkvöðla og nýsköpunarverkefni innan rótgróinna fyrirtækja. Hraðallinn sem fer fram að mestu leyti á netinu ásamt fjórum vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi.

Vel heppnaður og fjölmennur íbúafundur á Bakkafirði

Stjórn verkefnisins "Betri Bakkafjörður" efndi til íbúafundar 8. september s.l. Fundurinn var mjög vel heppnaður og fjölmennur. Kristján Þ. Halldórsson formaður verkefnistjórnar setti fundinn og bauð gesti velkomna. Jónas Egilsson sveitarstjóri flutti ávarp og rakti tilgang fundarins

List fyrir alla

List fyrir alla hefur formlega opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. 
Getum við bætt síðuna?