Fara í efni

Breski sendiherrann heimsótti SSNE

Breski sendiherrann heimsótti SSNE

Dr. Bryony Mathew, nýr sendiherra Breta á Íslandi heimsótti SSNE þar sem margvíslegar leiðir til að efla samstarf Bretlands og Íslands voru ræddar.  Bryony er nýlega tekin til starfa á Íslandi eftir störf sín í Kína, Indlandi og Kambódíu en mun nú verða 4 ár hið minnsta á Íslandi.  Brexit og viðskiptasamningar við Bretland voru á meðal mála á dagskrá fundarins og áhersla var lögð á áframhaldandi uppbygginu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi í samstarfi við breskar ferðaskrifstofur og flugfélög.  Þá sýndi Bryony  stofnun Velferðartæknimiðstöðvar mikinn áhuga en lögð hefur verið áhersla á stafræna þróun heilbrigðiskerfisins í Bretlandi.   Umhverfismál og Norðurslóðasamstarf eru henni einnig hugleikin. 

Sendinefnd sendiráðsins staldraði við á Norðurlandi í nokkra daga og nýtti tímann til að hitta Háskólann á Akureyri, sjúkrahúsið, forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs og ýmis fyrirtæki en þessi heimsókn lagði línurnar að góðu áframhaldandi samstarfi Norðurlands og Bretlands.  Bryony hefur lagt sig fram um að læra tungumálið og gat sýnt afraksturinn þegar hún bauð gesti velkomna á hnökralausri íslensku í móttöku sem haldin var í Ketilshúsi í lok dags. 

Getum við bætt síðuna?