Fara í efni

Eftirfylgni aðgerða í kjölfar fárviðris 2019

Eftirfylgni aðgerða í kjölfar fárviðris 2019

Í kjölfar fárviðrisins 2019 var gengið í að greina hvað þyrfti til að bæta úr varðandi innviði og einnig skoða frekari uppbyggingu. Verkís var fengið til að fylgja aðgerðum eftir og vinna eftirfylgnisskýrslu. 

Í skýrslu sem gefin var út á dögunum og finna má hér, er í inngangi aðgerðum raðað í fjóra flokka og ferlinu lýst. Flokkarnir eru nýjar aðgerðir sem eru bein afleiðing fárviðris, flýtiaðgerðir í formi framkvæmda sem eru bein afleiðing fárviðris, nýjar aðgerðir ótengdar fárviðrinu og ómerktar aðgerðar sem þegar eru á framkvæmdaáætlunum hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana ríkisins. Samhliða eftirfylgni aðgerða voru upplýsingar skráðar í gagnagrunn til að auðvelda úrvinnslu og er það hýst á vefnum innvidir2020.is

Vinnan þykir hafa tekist vel til og hægt er að lesa allt um það á ofangreindum vef. 

Getum við bætt síðuna?