Fara í efni

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði

Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði

Hlutverk fornminjasjóðs er stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornminjum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna á fornminjum, þar á meðal til fornleifaskráningar, miðlunar upplýsinga um þær og til varðveislu og viðhalds á fornminjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja, sbr. reglur um úthlutun úr fornminjasjóði nr. 578/2014 .

 

Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna samkvæmt vinnureglum fornminjasjóðs:

  • Fornleifarannsókna (fornleifauppgraftar og fornleifaskráningar)
  • Miðlunar upplýsinga um fornminjar
  • Varðveislu og viðhalds fornminja, þ.e. fornleifa og forngripa
  • Rannsókna á forngripum

Hér má finna rafrænt eyðublað fyrir umsóknir í fornminjasjóð.

Umsækjandi þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Hægt er að skoða innsendar umsóknir gegnum síðuna island.is

Með umsóknum þarf að fylgja ítarleg kostnaðaráætlun sem fylla skal út í samræmt excel-skjal sem finna má hér. Vistið skjalið á tölvu, fyllið út og festið við umsóknina sem fylgiskjal.

Athugið að fylla út viðeigandi reiti á skilmerkilegan hátt, því skortur á upplýsingum getur haft áhrif á mat umsóknar.

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2022.
Sé nánari upplýsinga óskað skal senda póst á netfangið fornminjasjodur@minjastofnun.is

Getum við bætt síðuna?