Fara í efni

Metfjöldi umsókna í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Metfjöldi umsókna í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Betri Bakkafjörður bárust 17 umsóknir. Er þetta mesti fjöldi umsókna síðan verkefnið hófst. Umsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa það allar að markmiði að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og stuðla að sterkari stöðu byggðarlagsins í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.

Heildarkostnaður við verkefnin er alls um 74.2 m.kr. Sótt var um styrki að upphæð alls 42.9 m.kr. Verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar mun meta umsóknir og úthluta styrkjum í byrjun árs 2022.

Bakkafjörður í Langanesbyggð hóf göngu sína í verkefninu Brothættar byggðir árið 2019 og er áætlað að verkefnið vari til loka árs 2023. Veittir eru verkefnastyrkir á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt.

Viltu kynna þér nánar verkefnið Betri Bakkafjörður?

Hér er hægt að lesa meira á vef Byggðastofnunar.
Hér er hægt að lesa meira á síðu Betri Bakkafjarðar.

Getum við bætt síðuna?