Fara í efni

Betri Bakkafjörður

Opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar þann 2. janúar næstkomandi.

Hér má lesa um þau verkefni sem hlutu styrk úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar 2023

Betri Bakkafjörður er eitt af verkefnum sem heyra undir Byggðastofnun með vinnuheitinu Brothættar byggðir. Verkefnisstjóri, Ólafur Áki Ragnarsson, kom til starfa þann 1. júní 2019 en Gunnar Már Gunnarsson tók við starfinu í byrjun ágúst 2021. Í byrjun janúar 2024 tekur Romi Schmitz við starfinu verkefnisstjórans. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga í verkefninu Betri Bakkafjörður ásamt verkefnisstjórn og starfar í umboði hennar. Hann fylgir eftir stefnu og markmiðum verkefnisins, eins og þau eru skilgreind á hverjum tíma og vinnur að valdeflingu samfélagsins. Verkefnisstjóri er tengiliður milli verkefnisstjórnar og íbúa, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila, sem og tengiliður við Byggðastofnun og aðra þátttakendur í verkefninu.

Í nóvember 2019 var samþykkt verkefnisáætlun sem verkefnisstjórn og verkefnisstjóri höfðu unnið upp úr umræðum og áherslumálum frá íbúaþingi og tillögum ráðherraskipaðrar nefndar um málefni Bakkafjarðar sem samþykktar voru á fundi ríkisstjórnar 23. nóvember 2018.

Meginmarkmið verkefnisins eru fjögur:

  • Sterkir samfélagsinnviðir
  • Öflugt atvinnulíf
  • Aðlaðandi ímynd Bakkafjarðar
  • Skapandi mannlíf.

Hvað er Frumkvæðissjóður ? 

  • Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt.
  • Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn í verkefninu Brothættar byggðir í viðkomandi byggðarlagi.
  • Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir
    umsóknina. 

     

Einnig er hægt er að hafa samband við verkefnastjóra á netfangið romi@ssne.is

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum:

- Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

  1. Framtíðarsýn og markmið Betri Bakkafjarðar
  2. Verklags- og úthlutunarreglur til frumkvæðisverkefna.
  3. Úthlutunarreglur

Hvar sæki ég um ?

Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, Romi Schmitz býður upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf varðandi umsóknarskrif. Hægt er að senda henni tölvupóst eða hringja í síma 845-8782.

  • Umsóknir skulu berast til verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar á romi@ssne.is
  • Umsóknareyðublað má finna hér.
  • Umsóknarfrestur rennur út 23. janúar 2024.
  • Úthlutun fer fram í febrúar 2024. 

Verkefnisstjórn

  • Björn S. Lárusson - sveitarstjóri
  • Sigurður Guðmundsson - oddviti
  • Hildur Halldórsdóttir - SSNE
  • Mariusz Mozejko - fulltrúi íbúa
  • Gunnlaugur Steinarsson - fulltrúi íbúa
  • Helga Harðardóttir -Byggðastofnun
  • Kristján Þ. Halldórsson - Byggðastofnun. 

Hvernig er ferlið ef verkefnið mitt hlýtur styrk?

Ef stiklað er á stóru er ferlið eftirfarandi:

  1. Gerður er skriflegur samningur við styrkþega.
  2. Greiðslur styrkja inntar af hendi skv. samningi.
  3. Verkefni skal að jafnaði lokið fyrir árslok 2024.
  4. Framvindu og/eða lokaskýrslu skal skilað skv. samningi og eru forsendur fyrir greiðslu styrks.

Athugið að ef verkefni er ekki unnið í samræmi við samning ber styrkhafa að endurgreiða styrkinn að fullu eða hluta eftir atvikum.

Fyrri úthlutanir

Hér fyrir neðan er dæmi um styrkt verkefni í Brothættum byggðum (Betri Bakkafjörður).

  • Ærslabelgur
  • Frisbígolf
  • Tanginn/útsýnisp. og fl
  • Pizzugerð
  • Markaðsátak Bakkafjarðar
  • Ræktun matjurta
  • Skeggjastaðir - fornminjar
  • Tvær gönguleiðir við Bakkafjörð

    Nánar um úthlutanir má finna hér.