Fara í efni

Betri Bakkafjörður

Betri Bakkafjörður er eitt af verkefnum sem heyra undir Byggðastofnun með vinnuheitinu Brothættar byggðir. Verkefnisstjóri, Ólafur Áki Ragnarsson, kom til starfa þann 1. júní 2019 en Gunnar Már Gunnarsson tók við starfinu í byrjun ágúst 2021. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga í verkefninu Betri Bakkafjörður ásamt verkefnisstjórn og starfar í umboði hennar. Hann fylgir eftir stefnu og markmiðum verkefnisins, eins og þau eru skilgreind á hverjum tíma og vinnur að valdeflingu samfélagsins. Verkefnisstjóri er tengiliður milli verkefnisstjórnar og íbúa, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila, sem og tengiliður við Byggðastofnun og aðra þátttakendur í verkefninu.

Í nóvember 2019 var samþykkt verkefnisáætlun sem verkefnisstjórn og verkefnisstjóri höfðu unnið upp úr umræðum og áherslumálum frá íbúaþingi sl. vor og tillögum ráðherraskipaðrar nefndar um málefni Bakkafjarðar sem samþykktar voru á fundi ríkisstjórnar 23. nóvember 2018.

Meginmarkmið verkefnisins eru fjögur:

 • Sterkir samfélagsinnviðir
 • Öflugt atvinnulíf
 • Aðlaðandi ímynd Bakkafjarðar
 • Skapandi mannlíf.

Verkefnastyrkir

Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Hér á síðunni má finna tengla á umsóknargögn og ítarupplýsingar um verkefnið.

Einnig er hægt er að hafa samband við verkefnastjóra á netfangið gunnar@ssne.is

Í verkefnisstjórn sitja:

 • Jónas Egilsson - sveitarstjóri
 • Þorsteinn Ægir Egilsson - oddviti
 • Rebekka Kristín Garðarsdóttir - SSNE
 • Mariusz Mozejko - fulltrúi íbúa
 • Gunnlaugur Steinarsson - fulltrúi íbúa
 • Eva Pandora Baldursdóttir - Byggðastofnun
 • Helga Harðardóttir -Byggðastofnun
 • Kristján Þ. Halldórsson - Byggðastofnun.