Í lok síðasta árs kláraðist þriggja ára áhersluverkefni Eyþings frá 2017, Gert – Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni á Norðurlandi eystra. Verkefnið var að stóru leyti þekkingaryfirfærsla þar sem sambærilegt verkefni er unnið á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Um var að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins (SI), Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.