Fara í efni

Fréttabréf SSNE er 1 árs!

Fréttabréf SSNE er 1 árs!

Í þessu 12. tölublaði förum við yfir víðan völl enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða.  Hér getið þið lesið um áhersluverkefnin sem stjórn SSNE hefur lagt fyrir stýrihóp Stjórnarráðsins en alls er um 11 verkefni að ræða sem samtals hljóta 60,7 m.kr. í styrk.  Fjallað er um Bizmentor verkefnið sem er í fullum gangi og lesa má tvö afar athyglisverð viðtöl við frumkvöðla á svæðinu.  Endurskoðun Menningarstefnu ríkisins, niðurstöður íbúakönnunar Norðurlands eystra, SSNE tekur upp rafrænar undirskriftir og pistill framkvæmdarstjóra eru einnig á meðal efnis.  

Eins og alltaf hvetjum við dygga lesendur til að senda inn ábendingar og hugmyndir fyrir fréttabréfið okkar sem er í stöðugri framþróun.   

FRÉTTABRÉF SSNE - 12.TBL FEBRÚAR 2021 

Getum við bætt síðuna?