Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ungir semja, fullorðnir flytja

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutun til Upptaktsins 1. m.kr.

Átta samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 12. apríl sl. voru 13.893.680,- króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2021 úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði.

Fréttabréf aprílmánaðar er komið út

Í þessu 14. eintaki af mánaðarlegu fréttabréfi SSNE er víða komið við enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða.

Tækifæri og áskoranir í loftslagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu

Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum. Markmiðið er að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, koma á virkara samtali við framfaraöfl innan atvinnugreina og um nýsköpunarstarf, sem og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.

Verkefnið Ratsjáin fer fram úr væntingum

Síðastliðin þriðjudag hittist forsvarsfólk þeirra tólf ferðaþjónustufyrirtækja sem tóku þátt í Ratsjánni á Norðausturlandi til að ljúka vel lukkaðri 12 vikna samvinnu í verkefninu. Sá hittingur var að frumkvæði þátttakenda og lýsir vel stemmningunni sem náðist í hópnum.

Viltu hafa áhrif á mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra?

SSNE óskar eftir fulltrúum í samráðsvettvang um mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum við því ungt fólk og fólk af ólíkum uppruna sérstaklega til að gefa kost á sér.

Matarboð Nýsköpunarvikunnar

SSNE og SSNV munu taka þátt í Nýsköpunarvikunni dagana 26. maí til 2. júní og verður dagskráin fjölbreytt og ætlað að endurspegla frumkvöðlakraftinn og þá nýsköpun sem er í gangi á Norðurlandi.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, SSNV, Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Norðurlands og Eyþór Björnsson, SSNE við undirritun samningsins í morgun

SSNE og SSNV fela Markaðsstofu Norðurlands rekstur áfangastaðastofu

Í dag var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands, SSNE og SSNV um rekstur áfangastaðastofu. Þar með lýkur því ferli sem hefur staðið yfir formlega allt frá árinu 2017
Frá undirritun í Hofi. Mynd: Elva Gunnlaugsdóttir.

Norðurland og norðurslóðir - Undirritun samnings í Hofi

Í dag var formlega skrifað undir samning um áhersluverkefnið milli SSNE og Norðurslóðanets Íslands og í tilefni af því bauð Akureyrarbær og SSNE Utanríkisráðaherra til fundar undir yfirskriftinni Norðurland og norðurslóðir.
Getum við bætt síðuna?