Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Listagjöf um land allt

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.

Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember

Þann 17. desember næstkomandi bjóða KPMG og SSNE til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG.

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út

Fréttir frá Grímsey, Hrísey, Bakkafirði og landshlutanum öllum er að finna í mánaðarlegu fréttabréfi SSNE.
Getum við bætt síðuna?