Fara í efni

Aukaúthlutun 2020 vegna Covid 19: staða verkefna

Aukaúthlutun 2020 vegna Covid 19: staða verkefna

Í júní 2020 gerðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og SSNE með sér viðaukasamning við samning um Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Markmiðið með samningnum var að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar Covid-19 faraldursins og styðja við verkefni á landsbyggðinni. Viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins var 29,6 m.kr. og nýttu samtökin 12,5 m.kr. úr sóknaráætlun í framtakið. Samtals voru því 42,1 m.kr. til úthlutunar.

SSNE auglýsti eftir hugmyndum að verkefnum og bárust samtökunum yfir 100 umsóknir. Úthlutunarnefnd fór yfir verkefnin og lagði til að 37 þeirra hlytu styrk og var tillagan samþykkt af stjórn SSNE. Nú eru 27 verkefnum lokið en 9 verkefni eru enn í gangi og eru áætluð verklok nú í ágúst.  Eitt verkefni fellur niður. 

Verkefnin eru eftirfarandi: 

Næsta úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fer fram í janúar 2022.  Auglýst verður eftir umsóknum í byrjun október og er umsóknarfresturinn 1 mánuður.  

Frekari upplýsingar um Uppbyggingarsjóðinn gefa Ari Páll og Rebekka, í aripall@ssne.is og rebekka@ssne.is 

Getum við bætt síðuna?