Fara í efni

Ásgarður, skóli í skýjunum

Ásgarður, skóli í skýjunum

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til Ásgarðs vegna skóla í skýjunum 4 m. kr.

Verkefnið gengur út á að tengja saman nemendur á unglingastigi í gegnum miðlæga kemnslu frá Ásgarði skóla í skýjunum. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tölvuleikjahönnun og áhugasviðsverkefni auk nokkurra annarra heildstæðra verkefna þar sem námsgreinar eru samþættar og tengdar áhugasviði nemenda.

Grunnskólinn í Hrísey, Reykjahlíðarskóli í Skútustaðahreppi, Þingeyjarskóli, Stórutjarnarskóli, Grunnskólinn á Þórshöfn, Grunnskólinn á Raufarhöfn og Lundi hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefninu.

Ásgarður hefur verið draumur minn frá 1998 þegar ég var skólastjóri á Flateyri í Önundarfirði. Í Ásgarði hittast nemendur sem þurfa nám óháð staðsetningu og leggja saman krafta sína og markið er sett hátt! Eitt af því sem drífur mig áfram er að jafna aðgang nemenda að gæða námi – sama hvar í heiminum sem þeir búa, segir Kristrún Lind Birgisdóttir skólastjóri og stofnandi.

Í skýjunum ehf er rekstraraðili Ásgarðs - skóla í skýjunum og nýtir styrkinn til þess að undirbúa tilraunakennsluna með því að hanna og setja fram námsefnið í Ásgarði í gegnum vefgáttina www.learncove.io.

Fyrirhugað er að kennslan hefjist í ágúst og standi fram í desember

Getum við bætt síðuna?