Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 21. fundur - 5. febrúar 2021 - framhaldsfundur

05.02.2021

Fundur haldinn föstudaginn 5. febrúar 2021 í Teams fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 15:00. Fundi slitið kl. 16:45.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Helga Helgadóttir, Kristján Þór Magnússon, Þröstur Friðfinnsson, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.     Framhald á kynningum verkefna

Silja Jóhannesdóttir, Embla Eir Oddsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson kynntu tillögur að áhersluverkefnum.

2.     Áhersluverkefni SSNE 2021.

Áframhaldandi vinna við yfirferð á umsóknum um áhersluverkefni fyrir árið 2021.

Stjórn samþykkti eftirfarandi áhersluverkefni fyrir árið 2021:

 • Velferðartækni 10.000.000 kr.
 • Samgöngustefna 7.500.000 kr.
 • Millilandaflug - næstu skref 5.000.000 kr.
 • Norðurslóðamiðstöð Íslands 14.000.000 kr.
 • Nýsköpun 3.000.000 kr.
 • Upptakturinn 1.500.000 kr.
 • Listnám á háskólastigi á Akureyri 3.700.000 kr.
 • Ásgarður - Skóli í skýjunum 4.000.000 kr.
 • Kynningar og upplýsingamiðlun 3.000.000 kr.
 • Umhverfismál 6.000.000 kr.
 • Safnastefna Norðurlands eystra 3.000.000 kr.

Áhersluverkefnin verða lögð fyrir stýrihóps Stjórnarráðsins sem tekur endanlega ákörðun.

Getum við bætt síðuna?