Fara í efni

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands óskar eftir öflugum verkefnastjóra.

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands er miðstöð þjónustu og þekkingar með áherslu á nýsköpun og samvinnu í heilbrigðis- og velferðartæknimálum á Norðurlandi. Klasanum er ætlað að nýta og skapa tækifæri til þróunar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sem mun bæta og auka gæði í þjónustu við íbúa á Norðurlandi.

Klasinn mun leiða saman hagaðila í opinbera geiranum, einkafyrirtækjum og vísindasamfélaginu ásamt því að stuðla að þróun í þjónustu og fjárfestingu í nýrri þekkingu og nýsköpun.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Stefnumótun og þróun í samráði við stjórn klasans
Dagleg umsjón og verkefnastýring
Greiningarvinna og framsetning á gögnum
Móta samráðsvettvang klasans
Móta rekstrarumhverfi klasans til framtíðar
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking á heilbrigðis- og velferðarmálum er kostur
Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun
Reynsla í að leiða saman ólíka hagaðila og góð samskiptafærni skilyrði
Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta
Reynsla af framsetningu gagna, skýrsluskrif og kynningar
Góð tölvu -og tækniþekking
 
Getum við bætt síðuna?