Rebekka Kristín Garðarsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra hjá SSNE. Rebekka er uppalin á svæðinu, hefur búið á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Akureyri en hefur síðastliðin 18 ár búið í Asíu, aðallega í Hong Kong og starfað á alþjóðlegum vettvangi.
Þann 20. apríl sl. auglýsti SSNE eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um var að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt var í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Heildarfjárhæð til úthlutunar var 42,1 m.kr.