Fara í efni

Norðurland og norðurslóðir

Norðurland og norðurslóðir

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir rafrænum fundi miðvikudaginn 21. apríl kl. 10-11.
 
Tilefnið er undirritun samnings milli SSNE og Norðurslóðanetsins um að Norðurslóðamiðstöð Íslands verði eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2021.
 
Í verkefninu er horft til þeirrar fjölbreyttu þekkingar og reynslu sem fyrir hendi er á svæðinu, með það fyrir augum að efla samvinnu stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga um norðurslóðatengd málefni.
 
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar SSNE og bæjarfulltrúi taka á móti sérstökum boðsgesti, Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra.
 
Til umræðu verða sérstök tækifæri Akureyrar og Norðurlands á norðurslóðum, m.a. á grundvelli tillagna nýútkominnar skýrslu um aukið samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum.
 
Fundurinn verður í beinu streymi á þessum hlekk: https://youtu.be/wxUV4onK0ZE

Hér má finna viðburðinn á Facebook

Getum við bætt síðuna?