Fara í efni

2500 sumarstörf fyrir námsmenn og sumarnám

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamál…
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Mynd af vef Stjórnarráðsins.

2500 sumarstörf fyrir námsmenn og sumarnám

Stjórnvöld hafa hrint í framkvæmd átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, en þetta er það liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Það eru því gleðitíðindi að fjölbreytt sumarnám og sumarstörf munu verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar.

Markmið stjórnvalda er að ná til hóps námsmanna sem fær ekki starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og verður 2,4 milljörðum kr. varið í þetta átaksverkefni. Stjórnvöld telja að átakið geti skapað um 2.500 tímabundin störf fyrir einstaklinga 18 ára og eldri, í samvinnu við opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök.

Fyrirkomulagið verður þannig að hverjum nýjum námsmanni sem ráðinn er inn með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum, en mest að hámarki tekjutengdra atvinnuleysisbóta, allt að 472 þúsund kr. á mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Ráðningartímabilið er allt að tveir og hálfur mánuður. 

Í úrræði Vinnumálastofnunar er stefnt að því að bjóða upp á störf fyrir framhaldsskólanema, nýútskrifaða nema úr grunnskólum, einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil og skipta um starfsvettvang ásamt nemendur með annað móðurmál.

Að auki hyggjast stjórnvöld á að tryggja framboð sumarnáms og munu veita 650 milljónum til þess í ár en 500 milljónir kr. munu renna til háskóla og 150 milljónir til framhaldsskóla. Stefnt er að því að skólar bjóði upp á stuttar og hagnýtar námsleiðir, sérsniðna verklega kynningaráfanga og sérsniðna íslenskuáfanga fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku.

Nánar verður greint frá þessu átaki á næstunni en nánar má lesa um þetta á vef Stjórnarráðsins.

 

 

Getum við bætt síðuna?