Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Bakkasystur bjóða í vöfflukaffi

Laugardaginn 25. júní næstkomandi kl. 15-17 bjóða Bakkasystur ehf. í vöfflukaffi í Hafnarvoginni á Bakkafirði sem staðsett er við Bjargið fiskvinnslu. Þar munu þær kynna starfsemi og markmið fyrirtækisins, en í húsinu verður komið á fót sögusýningu um lífið á Bakkafirði á síldarárunum. Systurnar kynna fyrstu drög að því þennan dag.

Málþing 24. júní, samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta, sjálftæðir notendur

MÁLÞING VELTEK í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 24. júní 2022.Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands (Veltek) mun halda málþing um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt verða m.a. erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, samvinnu á norðurslóðum og rannsóknir á þjónustulausnum kynntar.Í tengslum við málþingið munu fyrirtæki kynna þjónustulausnir sínar.Aðgangur að þinginu er öllum opinn en óskað er skráningar á heimasíðu Veltekwww.veltek.is

Albertína tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE í gær af Eyþóri

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE í gær af Eyþóri Björnssyni. „Ég hlakka mikið til að leiða áfram það mikilvæga og metnaðarfulla starf sem fram fer á vettvangi SSNE enda séu mikil tækifæri til uppbyggingar í landshlutanum öllum“ segir Albertína. SSNE býður Albertínu hjartanlega velkomna til starfa.

Hnífjafnt hlutfall karla og kvenna í nýjum sveitarstjórnum á NE

Sé litið til allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE þá er hlutfall karla og kvenna sem kjörinna aðal- og varafulltrúa hnífjafnt en var 54% karlar 46% konur eftir kosningarnar 2018.

Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða

Verkefnið Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNE og lauk nú á dögunum þegar vefsíðan Share Your North fór í loftið. Norðurslóðanet Íslands leiddi verkefnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Ný starfsstöð stofnana opnuð á Skútustöðum

31. maí síðastliðin opnaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý) á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Huld Hafliðadóttir, forsvarsmaður verkefnisins

Þróunarverkefni um innleiðingu á STEM fræðsluneti á Húsavík

Verkefninu sem hlaut styrk úr Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra 2022 var formlega hleypt af stokkunum í maí.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er nýr framkvæmdastjóri SSNE

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri SSNE. Hún tekur við starfinu af Eyþóri Björnssyni sem senn tekur við starfi forstjóra Norðurorku. Albertína er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í landafræði frá sama skóla. Hún var þingmaður Norðausturkjördæmis á árabilinu 2017-2021. Hún var einnig framkvæmdastjóri Eims, þróunar- og nýsköpunardeildar Norðurlands eystra á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar. Albertína hefur starfað hjá samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum og verið þar einnig formaður fjórðungssambands Vestfjarða sem Atvinnuþróunarfélag svæðisins féll undir. Á árabilinu 2014-2016 var Albertína verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Starf framkvæmdastjóra SSNE var auglýst þann 28.apríl og bárust 24 umsóknir um starfið, þar af drógu 5 umsókn sína til baka. Ráðningaferlið var unnið í samstarfi við ráðningaþjónustu Mögnum á Akureyri.

Fulltrúi SSNE í Loftlagsráði

Smári Jónas Lúðvíksson situr nú sinn fyrsta fund í Loftlagsráði en hann er nýskipaður fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Getum við bætt síðuna?