Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Myndin er samsett. Ljósmyndir frá MN.

Þín afstaða skiptir máli - Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022

Landshlutasamtökin bjóða öllum fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri að taka þátt í spurningakönnun. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu.
Ljósmynd af Siglufirði frá MN - Myndin er samsett

Bætt þjónusta SSNE á Tröllaskaga

Anna Lind Björnsdóttir verkefnisstjóri SSNE á Tröllaskaga hefur nú fasta viðveru alla mánudaga í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.
Ljósmynd af vef Dalvíkurbyggðar.

Kaffispjall fyrir ferðaþjónustuaðila

Umræðuefni fundarins eru t.d. möguleg móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn, hvernig hefur gengið hjá ferðaþjónustuaðilum í heimsfaraldrinum, bókunarstaða sumarsins og önnur málefni sem brenna á gestum.

Lærðu að sækja um styrk - Kynningarfundur og einstaklingsráðgjöf Rannís og SSNE

Þriðjudaginn 1. mars nk. fara ráðgjafar Rannís og SSNE yfir styrkumsóknarskrif á mannamáli og veita einstaklingsráðgjöf fyrir þá sem eru í styrkhugleiðingum.
Þorvaldur Lúðvík, framkvæmdastjóri Niceair. Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Myndin er samsett.

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar fer á flug

Um langt skeið hefur það verið kappsmál heimafólks á Norðurlandi eystra að reglulegt millilandaflug verði að veruleika um Akureyrarflugvöll. Sú áhersla hefur m.a. endurspeglast í Sóknaráætlunar landshlutans, segir Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. „Það var því gleðilegt að þeir kraftmiklu frumkvöðlar sem standa að baki Niceair hafi leitað stuðnings Sóknaráætlunar, en árið 2020 hlaut Niceair styrk úr Uppbyggingasjóði og ári síðar ákvað stjórn SSNE að verkefnið yrði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Ljósmynd fengin af vef Norðurorku.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna

Fimmtudaginn 17. febrúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Alls bárust 96 umsóknir. Flestar umsóknir bárust frá aðilum á starfssvæði Norðurorku sem nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar en einnig komu nokkrar umsóknir annarsstaðar frá. Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum en að þessu sinni hlutu 39 verkefni styrk og nam heildarfjárhæð styrkja sjö milljónum króna.

Uppskera á Bakkafirði

Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 12:00 fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022. Þá fór einnig fram undirritun samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa

Upptaka af kynningarfundi Atvinnumála kvenna um styrki og lán

Miðvikudaginn 16.febrúar var haldinn rafrænn kynningarfundur um styrki og lán sem eru í boði hjá Atvinnumálum kvenna en umsóknarfrestur um styrki er til 3.mars og um lán til 15.mars.

Lykilstöður nýs ráðuneytis lausar til umsóknar - Störf án staðsetningar

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið tók til starfa 1. febrúar og leitar nú að afburða einstaklingum til að gegna lykilstöðum í ráðuneytinu sem er jafnframt jákvætt fyrir stöfum án staðsetningar.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Opið fyrir umsóknir í NATA - North Atlantic Tourism Association

Hlutverk NATA er að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Vestur-Norðurlönd og styrkja ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins.
Getum við bætt síðuna?