Fara í efni

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna

Ljósmynd fengin af vef Norðurorku.
Ljósmynd fengin af vef Norðurorku.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna

Fimmtudaginn 17. febrúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. 

Í nóvember 2021 auglýsti Norðurorka hf. eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2022 og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Alls bárust 96 umsóknir. Flestar umsóknir bárust frá aðilum á starfssvæði Norðurorku sem nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar en einnig komu nokkrar umsóknir annarsstaðar frá. Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum en að þessu sinni hlutu 39 verkefni styrk og nam heildarfjárhæð styrkja sjö milljónum króna.

 Hér má sjá lista yfir þau verkefni eða þá aðila sem hlutu samfélagsstyrk Norðurorku að þessu sinni. SSNE óskar styrkhöfum innilega til hamingju.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Skúlptúragarður
AkureyrarAkademían. Fræðandi fyrirlestrar á öldrunarheimilum
Anna Richardsdóttir Stuttmyndagerð
Arnfinna Björnsdóttir Klippimyndir frá Síldarárunum
Björk Níelsdóttir Ævintýri á aðventunni
Brák Jónsdóttir Menningardagskrá í Freyjulundi
Eik Haraldsdóttir Afreksstyrkur - Menning og listir
Erla Dóra Vogler Heilsárs tónlistarveisla í félagsheimilum
Ferðafélag Akureyrar Ferðir fyrir börn og fjölskyldur þeirra
Garðurinn hans Gústa Körfuboltavöllur við Glerárskóla
Hildur Inga Magnadóttir Námskeið fyrir 14-18 ára unglinga með fötlun
Hjólreiðafélag Akureyrar Barna- og ungmennastarf í hjólreiðum
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri Sjúkrarúm fyrir Kristnesspítala
Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni Ég - menningarmót í Hofi
Jón Hjaltason Minningabók eftir Steinunni Bjarman
Júlía Rós Viðarsdóttir Afreksstyrkur - Listhlaup á skautum
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Fræðsla og stuðningur við krabbameinsgreinda
Kraftur - fyrir NorðanKraft Fræðsla og stuðningur við krabbameinsgreinda
Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir Afreksstyrkur - Körfubolti
Lionsklúbburinn Ylfa Ungar jaðarsettar mæður
Minjasafnið á Akureyri Sögustaurar og Safnið í símann
Mótorhjólasafn Íslands Start up dagurinn 2022
Ólafur Sveinsson Námskeið í tálgun fyrir börn og fullorðna
Píludeild Þórs Til að efla þátttöku kvenna og kaup á æfingabúnaði
Safnasafnið Feluleikur Safnasafnsins
Samhygð samtök um sorg og sorgarviðbrögð N-Eystra Fræðsla og stuðningur
Skautafélag Akureyrar Kaup á öryggishjálmum fyrir gesti
Skautafélag Akureyrar, Listhlaupadeild (LSA) Byrjendanámskeið listhlaupi - fyrir unglinga og fullorðna
Skátafélagið Klakkur Útilífsnámskeið fyrir skáta 13 ára og eldri
Sóknarnefnd Grímseyjarkirkju Verkefnið "Kirkjan sem var"
Sundfélagið Óðinn Vor- og sprengimót ásamt endurnýjun á búnaði
Ungmennafélag Akureyrar Meistaramót Íslands í frjálsum haldið á Akureyri 2022
Ungmennafélagið Samherjar Leikjaskóli fyrir 6-12 ára börn
Unnur María Máney Bergsveinsdóttir Húlladúllan - Smiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra
Urðarbrunnur Menningarfélag Örnefnaskráning í Fnjóskadal
Verksmiðjan á Hjalteyri Verksmiðjuopnanir af ýmsu tagi
Zontaklúbbur Akureyrar Íslenskunámskeið fyrir erlendar konur með lítil börn eða barnshafandi
Þór Íþróttafélagið Verkefnið "Heil-inn" sem styður við hugarfarslega þætti hjá iðkendum í yngri flokkum félagsins
Þroskahjálp Norðurlandi eystra Systkinasmiðja á Akureyri
Getum við bætt síðuna?