Fara í efni

Lærðu að sækja um styrk - Kynningarfundur og einstaklingsráðgjöf Rannís og SSNE

Lærðu að sækja um styrk - Kynningarfundur og einstaklingsráðgjöf Rannís og SSNE

SSNE í samstarfi við RANNÍS standa fyrir rafrænum kynningarfundi þriðjudaginn 1. mars nk. frá kl 10.00 -11.30

Styrkumsóknarskrif á mannamáli!
Á kynningarfundinum verður meðal annars farið yfir:
• Hvaða sjóðir eru í boði hjá RANNÍS og fyrir hverja og fyrir hvaða verkefni eru þeir?
• Umsóknarferlið og hvað þarf að hafa í huga.
• Sögur af verkefnum sem hafa fengið styrk – og ekki – sem sýnir allt sviðið og hversu verkefni geta verið ólík og úr ýmsum áttum.
• Mikilvæga punkta og atriði sem geta valdið formkröfufalli og er allt of algengt að gerist.
• Alla styrktarflokkana á vegum Tækniþróunarsjóðs.

Kynningarfundurinn verður streymt á Facebook og á Zoom.

Hlekkur á Facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/1070469643809684/?ref=newsfeed 

Athugið að boðið verður upp á einstaklingsráðgjöf frá Rannís og SSNE sama dag í eigin persónu á Akureyri eða með rafrænum hætti frá 12.30 - 17.00.

Við hvetjum alla þá sem ganga með hugmynd í maganum að nýta sér þetta frábæra tækifæri! Þátttaka og ráðgjöf er að kostnaðarlausu.

Getum við bætt síðuna?