Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ályktun um fjármögnun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Ályktunum aukaþings SSNE Haldið í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 Ályktun um fjármögnun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2023 skorar á stjórnvöld að auka fjármögnun til Sóknaráætlunar Norðurlands eystra í stað þess að draga úr henni enn eitt árið, líkt og boðað er í fjárlögum 2023. Þetta gerir það að verkum að fjármagn til sóknaráætlana verður minna en það var árið 2017. Þessi þróun er sérstaklega óskiljanleg í því ljósi að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna árið 2021, kemur skýrt fram að efla eigi sóknaráætlanir landshlutanna. Sóknaráætlanir hafa verið öflugt tæki sem heimafólk hefur fengið að beita til að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku til þeirra sem þekkja best til aðstæðna. Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvægur farvegur fyrir beinan stuðning til nýsköpunarverkefna, svæðisbundinna sprota og frumkvöðla í gegnum Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.

Ályktun um aðgengi að raforku

Ályktunum aukaþings SSNE Haldið í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 Ályktun um aðgengi að raforku Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2023 leggur áherslu á að öll sveitarfélög landsfjórðungsins eigi kost á eðlilegum þróunarmöguleikum til uppbyggingar hvað varðar aðgengi að raforku. Sérstakt áhyggjuefni er nú hinir takmörkuðu möguleikar sem Langanesbyggð stendur frammi fyrir vegna þeirrar óásættanlegu raforkutengingar sem sveitarfélagið býr við. Aukaþing SSNE skorar á ráðherra orkumála að beita sér fyrir úrbótum á þessu í samvinnu við raforkuflutningsfyrirtæki, s.s. RARIK og Landsnet, þannig að atvinnulíf og íbúar alls landsfjórðungsins geti tekið fullan þátt í orkuskiptum. 
Þátttakendur Vaxtarrýmis 2022

Tíu nýsköpunarteymi valin í vaxtarrými

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur Vaxtarrými fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Norðurslóðanetið, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, boðar til opins vinnufundar 28. september nk. kl. 8.30–16.00 þar sem kynntar verða tillögur þemahópa vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Tilgangur fundarins er að kalla eftir athugasemdum og endurgjöf og er þetta mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða. Jafnframt er þetta tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum. Þemahóparnir urðu til í framhaldi af opnum fundi sem haldinn var á Akureyri í mars sl. með hagsmunaaðilum og áhugasömum um málefni norðurslóða í tengslum við hina nýju stefnu Íslands sem samþykkt var 19. maí 2021. Um 100 einstaklingar hafa unnið í 5 þemahópum að tillögum sem tengjast afmörkuðum liðum stefnunnar. Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig sem allra fyrst á fundinn en skráning fer fram hér.

Innviðarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslana í dreifbýli

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.

SSNE leitar að öflugum verkefnastjóra

Leitað er að öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni Verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast verksviði SSNE. Upplýsinga- og kynningarmál. Stefnumótun og áætlanagerð í tengslum við sóknaráætlun. Ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur við frumkvöðla. Umsjón, samskipti og ráðgjöf varðandi uppbyggingarsjóð. Samskipti og samstarf við hagaðila. Vinna við áhersluverkefni og innviðagreiningar. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed eða sambærilegt) . Þekking og reynsla af verkefnastjórnun. Þekking og reynsla af upplýsinga- og kynningarmálum kostur. Reynsla af ráðgjöf er kostur. Góð þekking á atvinnulífi svæðisins er kostur. Mikil hæfni í samskiptum og tengslamyndun. Sjálfstæði, frumkvæði og góð skipulagshæfni. Mjög góð færni í íslensku og ensku. Góð almenn tölvukunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022 Sótt er um á www.mognum.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is hjá Mögnum. Markmið með starfsemi SSNE er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt til búsetu og atvinnu. SSNE skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu. Hlutverk SSNE er að þjónusta sveitarstjórnir og atvinnulíf á starfssvæði landshlutasamtakanna til að ná framangreindum markmiðum. Starfsstöðvar SSNE eru á Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn og í Ólafsfirði.

Karen hrönn Eyvindóttir og Kristín Gunnarsdóttir eru teknar til starfa á Raufarhöfn og á Bakkafirði

Karen hrönn Eyvindóttir og Kristín Gunnarsdóttir eru teknar til starfa á Raufarhöfn og á Bakkafirði.

Nýsköpun á Norðurlandi

Sjónvarpsþáttur um Norðanátt var frumsýndur þann 23. ágúst sl. á sjónvarpsstöðinni N4.

Upptaka af ráðstefnunni Aðlögun að breyttum heimi

Mánudaginn 5. september fór fram ráðstefna undir yfirskriftinni Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Ráðstefnan fór fram á Grand hóteli og var einnig í beinu streymi á vef Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Upptöku af ráðstefnunni er að finna hér. Það voru Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og innviðaráðuneytið, Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Reykjavíkurborg sem stóðu að viðburðinum. Umfjöllunarefni fundarins voru áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag, sem og sú vinna sem framundan er til þess að aðlaga innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta má. Á ráðstefnunni flutti Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins ávarp. Meðal annarra framsögumanna má nefna Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Önnu Huldu Ólafsdóttur frá Veðurstofunni, Láru Jóhannsdóttur frá Háskóla Íslands, Tinnu Halldórsdóttur frá Austurbrú og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Úr frétt á vef Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Opið fyrir umsóknir um forverkefni hjá NPA

Opnað hefur verið fyrir forumsóknir hjá Norðurslóðaáætluninni og er umsóknarfrestur til 19. september. Forverkefni eru góður vettvangur til að stíga fyrstu skrefin í að nýta áætlunina og ætlað það hlutverk að skilgreina viðfangsefni aðalverkefna, meta þörfina fyrir afurðir verkefna meðal endanlegra notenda og mynda fjölþjóðleg teymi um viðkomandi verkefni. Forverkefni eru tvenns konar; allt að 50 þús. evrur til 6 mánaða og allt að 100 þús. evrur til 12 mánaða. Verkefnisaðilar þurfa að koma frá a.m.k. tveimur löndum og þar af þarf eitt að vera aðildarríki ESB. Einnig er mælt með því að verkefnisaðilar komi frá a.m.k. tveimur af þremur landfræðilegum heildum áætlunarsvæðisins: Finnland-Svíþjóð-Noregur; Írland; Færeyjar-Ísland-Grænland. Allar frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið um forverkefni er að finna á heimasíðu áætlunarinnar. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skilmálana en landstengiliður áætlunarinnar, Reinhard Reynisson, reinhard@byggdastofnun.is veitir einnig upplýsingar.
Getum við bætt síðuna?