Fara í efni

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar fer á flug

Þorvaldur Lúðvík, framkvæmdastjóri Niceair. Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Myndin e…
Þorvaldur Lúðvík, framkvæmdastjóri Niceair. Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Myndin er samsett.

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar fer á flug

Niceair er nýtt flugfélag sem ætlar að halda uppi reglulegu millilandaflug frá Akureyri. 

      Félagið hefur fengið nafnið Niceair sem vísar til norður Íslands – North Iceland Air – og mun sinna vaxandi markaði svæðisins fyrir bæði heimamenn og erlenda ferðamenn. 

Kraftmiklir frumkvöðlar leita til stuðnings Sóknaráætlunar

„Um langt skeið hefur það verið kappsmál heimafólks á Norðurlandi eystra að reglulegt millilandaflug verði að veruleika um Akureyrarflugvöll. Sú áhersla hefur m.a. endurspeglast í Sóknaráætlunar landshlutans, segir Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. „Það var því gleðilegt að þeir kraftmiklu frumkvöðlar sem standa að baki Niceair hafi leitað stuðnings Sóknaráætlunar, en árið 2020 hlaut Niceair styrk úr Uppbyggingasjóði og ári síðar ákvað stjórn SSNE að verkefnið yrði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.“

Áhersluverkefni SSNE 2021 voru 11 talsins en það eru verkefni sem ákveðið var að leggja sérstaka áherslu á til að efla landshlutann á þeim sviðum sem verkefnin taka til og hafa beina skírskotun í Sóknaráætlun landshlutans. Einn lykilmálaflokkur í Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 tengist atvinnuþróun og nýsköpun þar sem lögð er sérstök áhersla á sterka inniviði, góðar samgöngur og nýskapandi atvinnulífi í sjálfbærum landshluta.  Verkefnið Millilandaflug frá Akureyri  er dæmi um aðgerð sóknaráætlunar.


Millilandaflug til Norðurlands eystra er dæmi um aðgerðir Sóknaráætlunar

Upplýsingafundur um framgang og stöðu millilandaflugs

Í nóvember á síðasta ári var haldinn upplýsingafundur þar sem farið var yfir framgang og stöðu áhersluverkefna og fór Þorvaldur Lúðvík yfir millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Þar ræddi hann meðal annars verkefnið út frá markaðsrannsóknum MMR, Gallup og RHA og niðurstöður vinnuhóps. Hægt er að horfa á umfjöllun Þorvalds hér fyrir neðan frá mínútu 53:30.


Þorvaldur Lúðvík fer yfir framgang og stöðu verkefnisins um millilandaflug 

 „Í dag þarf fólk samgöngur, fjarskipti og orku en okkur hefur skort samgöngur til þessa,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í fréttatilkynningu. „Forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafa breyst verulega frá því sem áður var en stofnun Niceair kemur í kjölfar tveggja ára rannsóknarvinnu í samvinnu við erlenda og innlenda aðila. Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi, og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfni fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

„Frumkvöðlarnir að baki Niceair hafa svo sannarlega látið verkin tala og er það fagnaðarefni að búið sé að stofna hið nýja flugfélag og að það muni hefja beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll strax í sumar. Við bindum vonir við að heimafólk muni nýta sér þennan frábæra valkost og óskum Niceair til hamingju með áfangann, segir Hilda Jana formaður stjórnar SSNE.

Heimasíða Niceair: www.niceair.is 

Sjá einnig nánari fjölmiðaumfjöllun:
- https://www.akureyri.net/is/frettir/felag-um-millilandaflug-fra-akureyri-flogid-til-bretlands-danmerkur-og-spanar-fyrsta-flug-2-juni 
https://www.ruv.is/frett/2022/02/18/niceair-aetlar-ad-taka-flugid-fra-akureyri?term=Nice&rtype=news&slot=3 
- https://www.frettabladid.is/markadurinn/millilandaflug-fra-akureyri-ad-hefjast/

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 

Áhersluverkefni 2021: Millilandaflug

Getum við bætt síðuna?