Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Sóley Björk Stefánsdóttir og Nanna Steina Höskuldsdóttir sáu m.a. um skráningu og tóku vel á móti gestum

Ársþing SSNE - Myndaveisla

Ársþing SSNE var haldið á Fosshóteli á Húsavík dagana 8.-9. apríl síðastliðinn. Þetta var jafnframt fyrsta staðarþing samtakanna og var ánægjulegt að geta loks komið saman í raunheimum. 

Störf án staðsetningar: Sérfræðingur á þróunarsviði

Byggðastofnun leitar að öflugum liðsfélaga sem býr yfir frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna rannsóknum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ljósmynd af vef Stjórnarráðsins

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að taka þátt í netkönnuninni til og með 6. maí nk. í samráðsgátt stjórnvalda.
Hópur þátttakenda uppskeruhátíðar Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka.

Myndaveisla frá matarmarkaði og uppskeruhátíð Matsjárinnar

Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu.

Innviðir á Norðurlandi - Upptaka frá fundi

Innviðir á Norðurlandi voru til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Samtaka iðnaðarins, Samtak sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsneti sem haldinn var í Hofi á Akureyri 7. apríl.

Magnaður marsmánuður að baki - Fréttabréf SSNE

Mars var afar viðburðaríkur mánuður hjá SSNE og mikið um að vera víða um landshlutann. Ýmiskonar viðburðir, fundir og heimsóknir voru á dagskrá hjá starfsmönnum í liðnum mánuði í bland við atvinnuráðgjöf og önnur hefðbundin störf.
Anna Richardsdóttir, gjörningalistakona, dansari og kvikmyndagerðakona.

Fjölmennt og skapandi málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri - Myndaveisla

Afar fjölsótt málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri var haldið í Listasafni Akureyrar í síðustu viku.

Matarmarkaður og uppskeruhátíð Matsjárinnar

Matsjáin stendur fyrir matarmarkaði á Hótel Laugarbakka fimmtudaginn 7. apríl nk. þar sem gestum verður boðið að kynnast matarfrumkvöðlum og vörum þeirra. Á matarmarkaðinum gefst matarfrumkvöðlum verkefnisins tækifæri á að kynna sig og vörur sínar. Markaðurinn er hluti af lokaviðburði verkefnisins.

Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins funda í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16-18. Á fundinum verður kastljósinu beint að helstu áskorunum í íbúðauppbyggingu og orkuöflun á Norðurlandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra , Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE

Fyrsta fjárfestahátíð Norðanáttar sló í gegn - Myndaveisla

Á dögunum var haldin glæsileg fjárfestahátíð á Siglufirði. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni og var hún lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem átta fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin. Norðanátt var styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.
Getum við bætt síðuna?