Ársþing SSNE - Myndaveisla
Skrifað
13.04.2022
Flokkur:
Fréttir
Ársþing SSNE - Myndaveisla
Ársþing SSNE var haldið á Fosshóteli á Húsavík dagana 8.-9. apríl síðastliðinn. Þetta var jafnframt fyrsta staðarþing samtakanna og var ánægjulegt að geta loks komið saman í raunheimum.
Ýmis mikilvæg hagsmunamál voru á dagskrá ásamt því að gestir ávörpuðu þingið. Í þinghlé bauð Hraðið á Húsavík gestum í heimsókn og kvöldinu lauk með kvöldverði og skemmtun á Fosshóteli. Hér er hægt að skoða dagskrá þingsins en þingi var síðan slitið um hádegi á laugardeginum.
Við leyfum myndunum hér fyrir neðan að tala sínu máli, þökkum gestum fyrir komuna og hlökkum til næsta staðarþings.