Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Fiðringur verður í Menningarhúsinu Hofi þann 5. maí nk.

Ávarp samtímans í beinni

Við á Norðurlandi eystra erum lánsöm með framtakssamt fólk sem er annt um samfélagið og gefur sér tíma til að hlúa að þeim sem munu sjá um okkur og samfélagið í framtíðinni. Hún María Pálsdóttir er frumkvöðull sem hefur ýtt úr vör Fiðringi. Verkefnið snýst um það að innleiða í fyrsta sinn hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi í anda Skrekks á höfuðborgarsvæðinu og Skjálftans á Suðurlandi. Stefnt er að því að Fiðringur verði árviss hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi eystra en fyrsta árið eru það grunnskólar á Akureyri og nærsveitum sem taka þátt og módelið prófað meðal annars með það að markmiði að þróa og undirbúa Fiðring 2023 með þátttöku tækifærum allra grunnskóla á svæðinu.
Ljósmynd: Auðunn Níelsson

Upptakturinn - Kröftug fræ og ellefu ný tónverk

Velheppnaðir tónleikar Upptaktsins, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna, fóru fram í Menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 24. apríl. Þar voru ellefu verk 13 ungra tónskálda á aldrinum 11-15 ára frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit og Hrísey flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum. Verkin ellefu voru valin úr innsendum tónlistarhugmyndum, en börn í 5. -10. bekk í skólum á Norðurlandi eystra gátu tekið þátt í verkefninu. Verkin í ár voru afar fjölbreytt, en þar mátti heyra nýklassísk verk, popp-,rokk-, söngleikja-, jazz- og tölvuleikjalag. Lokapunktur Upptaktsins er svo þegar lögin ellefu verða gefin út á Youtube.

Sól rís í Grímsey - Styrktartónleikar

Styrktartónleikar fyrir nýja kirkju í Grímsey verða haldnir í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. apríl, kl. 20:00
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Innviðaráðuneytið óskar eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að taka þátt í könnuninni til og með 6. maí nk.

Tónleikar Upptaktsins í Hofi

Nú hafa 14 unghöfundar unnið með listafólki að útsetningu laganna 11 sem komust áfram í ár. Afrakstur vinnunnar má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins á tónleika UPPTAKTSINS í Hamraborg í Hofi nk. sunnudaginn 24. apríl kl. 17 þegar þau verða flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Um 60 milljónir til verkefna á Norðurlandi eystra

Innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 120 milljónum króna til átta verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 (aðgerð C.1). Alls bárust 24 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 816 m.kr. fyrir árin 2022-2026.

Vinnustofa um sameiginlega svæðisáætlun Norðurlands um meðhöndlun úrgangs

SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Núverandi áætlun byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin, sem gerð er til 12 ára í senn, gildir til ársins 2026 og er þessi fundur nauðsynlegur hluti af endurskoðun þeirrar áætlunar.

Lóan er komin!

Opnað verður í Lóuna - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina miðvikudaginn 20. apríl

Tökum flugið - Ráðstefna í Hofi

Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N munu halda ráðstefnu um flugmál á Akureyri þann 26. apríl n.k. Ráðstefnan verður haldin í Hofi kl. 12:30 – 16:00. Fjallað verður m.a. um stöðuna á uppbyggingu Akureyrarflugvallar, reynslu af flugi frá Hollandi og framtíðarhorfur í millilandaflugi á Akureyri. Einnig verða fulltrúar frá Niceair með kynningu á áformum félagsins.

Yfir hundrað milljónir í styrki til fjölbreyttra umhverfisverkefna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað um 111 milljónum króna til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna. Ráðuneytið hefur veitt frjálsum félagasamtökum sem starfa að umhverfismálum rekstrarstyrki ásamt verkefna- og ferðastyrkjum frá árinu 2000, en til stendur að endurskoða úthlutunarreglur vegna styrkjanna.
Getum við bætt síðuna?