
Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri
Lagt er upp með þá hugmynd að koma á nánara samstarfi á milli Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að byggja upp listnám á háskólastigi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er eitt af áhersluverkefnum SSNE 2021 þar sem meginmarkmið þess er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista.
23.03.2022