Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Lagt er upp með þá hugmynd að koma á nánara samstarfi á milli Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að byggja upp listnám á háskólastigi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er eitt af áhersluverkefnum SSNE 2021 þar sem meginmarkmið þess er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista.

Dagskrá fundar vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða verður haldinn 31. mars 2022 í Háskólanum á Akureyri og í fjarfundi.

Ársþing SSNE 2022

Fyrsta staðarþing SSNE verður haldið á Húsavík dagana 8. og 9. apríl næstkomandi.

Opnir súpufundir á Tröllaskaga um starfsemi SSNE

Anna Lind og Hildur verkefnastjórar atvinnuþróunar, menningar og nýsköpunar hjá SSNE standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og opnu kaffispjalli í framhaldinu.
Ljósmynd: Golli (af vef Stjórnarráðsins)

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta fyrir árið 2022

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt.

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Opinn fund vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða verður haldinn 31. mars 2022 í Háskólanum á Akureyri og í fjarfundi. Skráning er hafin!

Framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Upptaka frá fundi

Þriðjudaginn 1. mars sl. héldu KPMG fundi í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, á Akureyri og í Varmahlíð.

Ráðgjafar SSNE leiðbeina kvenfrumkvöðlum sem taka þátt í viðskiptahraðli HÍ - AWE

Tveir ráðgjafar SSNE, þær Rebekka Kristín Garðarsdóttir og Arna Björg Bjarnadóttir tóku að sér hlutverk leiðbeinanda (e. mentor) þegar 50 kvenfrumkvöðlar komu saman í Háskólanum á Akureyri.

Maturinn, jörðin og við - Ráðstefna

Á ráðstefnunni sem haldin er af félaginu Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samband sunnlenskra sveitarfélaga, verður fjallað um tækifæri og áskoranir innan innlendrar matvælaframleiðslu.
Ljósmynd: Jón Steinar

Fjárfestar og frumkvöðlar mætast á skíðum á Siglufirði

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.
Getum við bætt síðuna?