Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

80 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2022

158 umsóknir bárust sjóðnum fyrir fjölbreytt og áhugaverð verkefni en athygli vakti að umsóknirnar í ár voru sérstaklega vandaðar að þessu sinni og því var áskorun úthlutunarnefndar enn stærri en oft áður.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Kaffifundur fyrir einyrkja og sjálfstætt starfandi

Dalvíkurbyggð og SSNE bjóða einyrkjum, einstaklingum í fjarvinnu og sjálfstætt starfandi í kaffispjall í Menningarhúsinu Bergi, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 10:00.

NORA auglýsir verkefnastyrki 2022 - fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja og/eða strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2022.

Styrkir til atvinnumála kvenna árið 2022

Vinnumálastofnun/félagsmálaráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2022 lausa til umsóknar.

Störf án staðsetningar

Laus eru til umsóknar eftirfarandi störf án staðsetningar. Ert þú með ábendingu um starf án staðsetningar? Sendu okkur tölvupóst og við komum því á framfæri

Styrkir vorið 2022

Hér má sjá yfirlit styrkja sem veittir eru frá ráðuneytum, Rannís, samfélagssjóðum ofl á næstu mánuðum og mun listinn uppfærast í samræmi við auglýsingar styrkja.
Mynd fengin af vef Rannís.

Opið fyrir umsóknir í Hljóðritasjóð

Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Styrkir úr Hljóðritasjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana sem hljóta regluleg rekstrarframlög né til kynningarverkefna og annarra verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað. Sjóðurinn veitir jafnframt ekki styrki til endurútgáfu, varðveislu, útgáfu safnplata, tónleikaupptaka með áður útgefnu efni, framleiðslu hljóðrita og hönnunar umslaga né til greiðslu ferðakostnaðar, verklauna eða tækjakaupa.
Ljósmynd af vef Rannís.

Auglýst er eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Hlutverk bókasafnasjóðs samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012 og reglum bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni sem bókasöfn sem falla undir lögin taka þátt í.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Ratsjáin - Fyrir ferðaþjónustuna

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.
Ljósmynd af vef Virk.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
Getum við bætt síðuna?