Fara í efni

VIRK starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Ljósmynd af vef Virk.
Ljósmynd af vef Virk.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.

Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar n.k. inn á netfangið styrkir@virk.is.

Að þessu sinni verður sérstaklega horft til verkefna og/eða úrræða sem stuðla að sjálfsþekkingu einstaklinga sem eykur líkur á farsælli endurkomu til vinnu.

Aðeins eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki VIRK. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna hér.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2022.

Nánar um Styrki VIRK.

Getum við bætt síðuna?