Fara í efni

Styrkir vorið 2022

Styrkir vorið 2022

Ráðgjafar SSNE veita upplýsingar um styrki og styrkjamöguleika sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaraðilum til boða en við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að kynna sér málin á nánar hér á heimasíðu SSNE.

Hér fyrir neðan má finna yfirlit styrkja sem veittir eru frá ráðuneytum, Rannís, samfélagssjóðum ofl á næstu mánuðum og mun listinn uppfærast í samræmi við auglýsingar styrkja. Við vekjum líka athygli á því að mörg fyrirtæki veita samfélagsstyrki og hvetjum við fólk til að kynna sér þá. Athugið að listinn er ekki tæmandi

 • Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu / 3. febrúar 2022
  • Fyrir hverja? Fyrirtæki sem eru opinberlega skráð sem slík og eru ekki ríkisaðilar geta sótt til sjóðsins. Fyrirtæki geta tekið höndum saman með félagasamtökum, háskólum og slíkum aðilum við framkvæmd verkefna.
  • Til hvers? Unnið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðist í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum.
 • Nýsköpunarsjóður námsmanna / 7. febrúar 2022
  • Fyrir hverja? Háskólanemar í grunn og meistaranámi. Sérfræðinga innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknar- og/eða þróunarverkefni.
  • Til hvers? Styrkir eru veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.
 • Myndlistarsjóður / 14. febrúar 2022
  • Fyrir hverja? Myndlistarmenn, sýningarstjórar, listfræðingar og sjálfstætt starfandi fagmenn á sviði myndlistar geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Listasöfn, gallerí, sýningarstaðir, stofnanir og félög geta notið styrks úr myndlistarsjóði til skilgreindra verkefna.
  • Til hvers? Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.
 • Æskulýðssjóður / 15. febrúar 2022
  • Fyrir hverja? Börn og ungmenni, á aldrinum 6-25 ára.
  • Til hvers? Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína.
 • Virk starfsendurhæfingarsjóður / 15. febrúar 2022
  • Til hvers? Veittir eru styrkir til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
 • Tækniþróunarsjóður: Hagnýt rannsóknarverkefni / 28. febrúar 2022
  • Fyrir hverja? Háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og opinber fyrirtæki.
  • Til hvers? Afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu.
 • Atvinnumál kvenna / 3. mars 2022
  • Fyrir hverja? Verkefni í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
  • Af hverju ? Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. 
 • Svanni lánatryggingasjóður kvenna / 15. mars 2022
  • Fyrir hverja? Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna
  • Til hvers? Meðal annars að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. 
  • Tækniþróunarsjóður: Sproti / 15. mars 2022
   • Fyrir hverja? Ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla.
   • Til hvers? Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
  • Tækniþróunarsjóður: Vöxtur, Sprettur / 15. mars 2022
   • Fyrir hverja? Lítil og meðalstór fyrirtæki.
   • Til hvers? Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
  • Tækniþróunarsjóður: Markaðsstyrkur / 15. mars 2022
   • Fyrir hverja? Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
   • Til hvers? Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.
  • Bókasafnssjóður / 15.mars 2022
   • Fyrir hverja?
    Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög og reglur bókasafnasjóðs ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.
   • Til hvers? Sjóðurinn skal efla starfsemi bókasafna. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.

   Hljóðritasjóður / 15.mars 2022
   • Fyrir hverja?
    Tónlistarmenn, jafnt einstaklinga sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðra er koma að hljóðritun tónlistar.

   • Til hvers?
    Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni.

  • Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna (framhaldsumsókn) / 4. apríl 2022
   • Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009.
  • Barnamenningarsjóður / 4. apríl 2022
   • Fyrir hverja? Starfandi listamenn, list- og menningartengdar stofnanir, félagasamtök og aðra þá er sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu.
   • Til hvers? Fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
  • Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna  / 7. apríl 2022

   Fyrir hverja? Sjálfstætt starfandi fræðimenn
   Til hvers? Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

    

  • Tónlistarsjóður / 2.maí 2022
   • Fyrir hverja? Tónlistarfólk, hljómsveitir, kóra og aðra er koma að tónlistarflutningi.
   • Til hvers? Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.

Creative Europe / 5.maí 2022

  • Fyrir hverja? Menningarstofnanir hvers konar (bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn, bókasöfn, leikhús, gallerí, byggðasöfn, tónlistarskólar, sviðslistir, listamenn o.fl.). Verkefni geta átt við allar tegundir listgreina og þátttakendur geta verið frá mismunandi sviðum menningar og lista. 
  • Til hvers? Menningarhluti Creative Europe hvetur til evrópsks samstarfs í menningu og listum. Markmiðið er að ná til nýrra áheyranda, nýta nýja tækni, skapa ný viðskiptamódel og sinna menntun og þjálfun á sviðinu. Með því að styrkja evrópsk verkefni til landvinninga er evrópskri menningu haldið á lofti og fjölbreytni evrópskra tungumála gerð sýnileg, sem kallar á meiri dreifingu og félagslega innleiðingu.

  • Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu / 3. maí 2022

  • Fyrir hverja? Fyrirtæki sem eru opinberlega skráð sem slík og eru ekki ríkisaðilar geta sótt til sjóðsins. Fyrirtæki geta tekið höndum saman með félagasamtökum, háskólum og slíkum aðilum við framkvæmd verkefna.
  • Til hvers? Unnið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðist í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum.

Þarft þú aðstoð við umsóknarskrif? Hafðu samband við ráðgjafa SSNE og við aðstoðum þig nánar við framhaldið.

 

 

Getum við bætt síðuna?