Fara í efni

Auglýst er eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Ljósmynd af vef Rannís.
Ljósmynd af vef Rannís.

Auglýst er eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Hlutverk bókasafnasjóðs samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012 og reglum bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni sem bókasöfn sem falla undir lögin taka þátt í.

Fyrir hverja?
Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög og reglur bókasafnasjóðs ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.

Til hvers?
Sjóðurinn skal efla starfsemi bókasafna. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.

Umsóknarfrestur er 15. mars 2022 kl. 15:00.

Nánari upplýsingar á vef Rannís.

Getum við bætt síðuna?