Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Allir í bíó! Mynd frá Norðurlandi eystra valin á Stockfish film festival

Gjörningalistakonan, dansarinn og kvikmyndagerðakonan Anna Richardsdóttir og Áki Sebastian Frostason hljóð- og myndlistamaður standa að myndinni. Einstakt fagfólk með samtvinnað lífs- og vinnusamband sem skilar sér í sterkum áhrifum myndarinnar á áhorfendur og -heyrendur. Þau eru mæðgin. Stuttmyndin VAR er ein af þeim einungis 20 myndum sem valdar voru sem verk til að keppa í Sprettfisk á Stockfish film festival! ,,The short film VAR is showing a woman who longs to get away from her destiny, her lifelong isolation on the most beautiful spot on earth: her farm, her rubarb garden.” Sýningar fara fram 27. mars kl. 19:00, 31. mars kl. 17:00 og 3. apríl kl. 21:00 í bíó Paradís. Gerð myndarinnar hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Almenningssamgöngur á landsbyggðinni - morgunverðarfundur

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um almenningssamgöngur á landsbyggðinni fimmtudaginn 31. mars kl. 9:00. Gestir geta mætt á fundinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ eða fylgst með í beinu streymi.
Upptakturinn fer fram í Hofi, sunnudaginn 24. apríl nk. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Tíu verk, eftir 12 ung og upprennandi tónskáld, hafa verið valin til þátttöku í Upptaktinum á Akureyri. Höfundarnir munu vinna áfram að útsetningu sinna verka í vinnusmiðjum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna, þeim Gretu Salóme og Kristjáni Edelstein.

Styrkir til eflingar hringrásarhagkerfis

Umhverfis-, orku-, og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum lögaðila, þ.m.t. sveitarfélaga, um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi.
Rætt heimsmálin yfir kaffibolla.

Kraftur í konum í Grímsey

Kvenfélagið Baugur í Grímsey var meðal umsækjenda sem hlaut nýverið stuðning úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða til verkefnisins starfs- og vinnuaðstaða við Heimskautsbaug.

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.

Fjárfestar og ráðherrar mæta á Siglufjörð

Tíu sprotafyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum á fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á fimmtudaginn á Siglufirði. Auk fjölda fagfjárfesta og fjárfestingasjóða hafa ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir boðað komu sína.

Uppskeruhátíð Matsjárinnar

Það er komið að uppskeruhátíð Matsjárinnar en þar hafa matarfrumkvöðlar unnið að hugmynd sinni með ráðgjöf og stuðningi frá atvinnuþróunarfélögum í umsjón Rata. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur fjölbreytta nýsköpun í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps samþykkt

Tillaga að sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í kosningum um helgina.
Forsetahjón með íbúum Bakkafjarðar.

Forsetahjónin fá kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður

Forseti og forsetafrú fóru í opinbera heimsókn í Langanesbyggð sem lauk með íbúafundi á Bakkafirði þar sem þau fengu kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður. Þá komu þau við í Skeggjastaðakirkju, sem er elsta timburkirkja á Austurlandi byggð 1845, og hjá Djúpalæk, þar sem Bakkfirðingar hafa reist minnisvarða til heiðurs Kristjáni Einarssyni skáldi frá Djúpalæk.
Getum við bætt síðuna?