Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ljósmynd: Akureyrarbær

Æskulýðssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Veffundur um heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög

Árið 2021 skipulagði Norræna byggðastofnunin Nordregio veffundaröð um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum og heldur nú áfram á þeirri braut með þremur veffundum í febrúar og mars næstkomandi. 

Opið fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð

Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.
Laugar. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Landbótasjóður Landgræðslunnar auglýsir eftir umsóknum um styrki

Árlega úthlutar Landbótarsjóður Landgræðslunnar styrkjum til að styðja félagasamtök, bændur, sveitarfélög og aðra umráðahafa lands við verndun og endurheimt gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og er fólk eindregið hvatt til þátttöku.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Vilt þú skapa þér starf og fara í eigin rekstur?

Umsóknarfrestur í Frumkvæði fyrir árið 2022 er til og með 31. janúar n.k. en það er úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur.
Smári Jónas Lúðvíksson

Nýr verkefnastjóri umhverfismála á Húsavík

Smári Jónas Lúðvíksson hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá SSNE með sérstaka áherslu á umhverfismál. Smári hóf störf þann 3. janúar sl. og er með starfsstöð á Húsavík.

Opið fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins um þróunarsamvinnu

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að nú er hægt að sækja um í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs (áður Samstarfssjóður atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna).

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Síðasta fréttabréf ársins 2021 er komið út

Sannkallað hátíðareintak þar sem formaður samtakanna er með áhugaverðan pistil og framkvæmdastjóri fer yfir liðið ár. Auk þessa efnis er þetta helst í deiglunni í þessu 23. tölublaði fréttabréfs SSNE:

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Opið er fyrir tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna 2022 til 7.janúar nk.
Getum við bætt síðuna?