Fara í efni

Veffundur um heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög

Veffundur um heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög

Árið 2021 skipulagði Norræna byggðastofnunin Nordregio veffundaröð um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum og heldur nú áfram á þeirri braut með þremur veffundum í febrúar og mars næstkomandi. 

Fyrsti fundurinn verður haldinn 3. febrúar nk. Á þeim fundi munu norræn sveitarfélög, sem eru í fararbroddi í innleiðingu heimsmarkmiðanna kynna hvernig þau hafa nýtt markmiðin sem stjórntæki og samþætt þau inn í grunnstefnur og -áætlanir, s.s. fjárhags- og skipulagsáætlanir

Þann 16. febrúar nk. verður fundur helgaður mælikvörðum til að mæla framgang markmiðanna.
Þann 2. mars nk. verður farið yfir hvernig hægt sé að hagnýta opinber innkaup til að stuðla að sjálfbærni og draga úr neyslu.

Hér er hægt að skrá sig á veffund Nordregio
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér

Getum við bætt síðuna?