Fara í efni

80 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2022

80 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2022

Rafræn úthlutunarhátíð fór fram fimmtudaginn 3. febrúar en til úthlutunar voru 75 m.kr. að þessu sinni.

Starfsmenn SSNE hafa tekið saman og útbúið bækling með yfirliti yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk 2022. Smelltu hér til að lesa bæklinginn.

158 umsóknir bárust sjóðnum fyrir fjölbreytt og áhugaverð verkefni en athygli vakti að umsóknirnar í ár voru sérstaklega vandaðar að þessu sinni og því var áskorun úthlutunarnefndar enn stærri en oft áður.

Sem fyrr skiptust styrkirnir í þrjá megin styrkjaflokka:

  • 27 verkefnastyrkir í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • 42 verkefnastyrkir í flokki menningar
  • 11 stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Umsóknir bárust úr öllum sveitarfélögum og skiptist úthlutun svona:

Verkefni sem byggja á samstarfi eða nýtast mörgum eru sem oftar líklegri til að hljóta styrk. Þannig gefa tölur um landfræðilega skiptingu styrkja ekki alltaf fullkomna mynd en við þá greiningu er miðað við búsetu umsækjenda þótt verkefnið eða afurðir þess nýtist fleiri sveitarfélögum. Dæmi um þetta eru sýningar og viðburðir sem haldnir eru víðsvegar um landshlutann en eru merktir því sveitarfélagi þar sem umsækjandi hefur lögheimili.

Einkar vel heppnuð úthlutunarhátíð fór fram í netheimum fimmtudaginn 3.febrúar en vegna samkomutakmarkana var ekki unnt að hittast í raunheimum eins og vonir höfðu staðið til.

Framkvæmdarstjóri SSNE, Eyþór Björnsson, formaður úthlutunarnefndar, Katrín Sigurjónsdóttir og formaður stjórnar SSNE, Hilda Jana Gísladóttir héldu stutt ávörp auk þess sem fyrri styrkþegar Birkir Baldvinsson og Hildur Henrýsdóttir sögðu frá sínum verkefnum. Þá frumsýndi Anna María Richardsdóttir, dansari og gjörningarlistakona, stiklu úr mynd sinni Var.

Þá var farið stuttlega yfir öll þau 80 verkefni sem hlutu styrk þetta árið á meðan skemmtilegar myndir sem styrkþegar sendu inn voru birtar, hátíðargestum til mikillar ánægju.

SSNE óskar öllum styrkþegum til hamingju um leið og við þökkum öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga og þá vinnu sem lögð var í umsóknargerðina alla.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2022.

Getum við bætt síðuna?