Fara í efni

Ráðgjafar SSNE leiðbeina kvenfrumkvöðlum sem taka þátt í viðskiptahraðli HÍ - AWE

Ráðgjafar SSNE leiðbeina kvenfrumkvöðlum sem taka þátt í viðskiptahraðli HÍ - AWE

Tveir ráðgjafar SSNE, þær Rebekka Kristín Garðarsdóttir og Arna Björg Bjarnadóttir tóku að sér hlutverk leiðbeinanda (e. mentor) þegar 50 kvenfrumkvöðlar komu saman í Háskólanum á Akureyri.  Lotan er hluti af nýsköpunarhraðli sem fer fram í febrúar og mars.  Sérstök áhersla er lögð á að reyna að ná til kvenna úti á landsbyggðinni og kvenna af erlendum uppruna en hraðallinn er samstarfsverkefni HÍ, HA, bandaríska sendiráðsins, FKA og WOMEN.

Hér má sjá frétt úr kvöldfréttum RÚV 13. mars 2022. 

Getum við bætt síðuna?