Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

STEM Húsavík býður upp á jarðfræðigleraugu fyrir fjölskyldur í dag

Það er fallegur dagur á Húsavík til að njóta leiðangurs með fjölskyldunni.
Viltu vita meira áður en þú byrjar að skrifa umsókn?

Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð í hádeginu á morgun

Hvernig eykur þú líkur á fjármögnun og hvernig virkar umsóknargáttin?

Díana Jóhannsdóttir ráðin verkefnastjóri hjá SSNE

Díana Jóhannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNE. Hún tekur við starfinu af Rebekku Garðarsdóttur sem hvarf til annarra starfa í ágúst.

Eflum innviði

Ályktun um málefni fatlaðs fólks

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 leggur þunga áherslu á að ríkið leggi til aukið fjármagn til að standa undir útgjöldum sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og til að mæta sívaxandi kröfum um hærra þjónustustig. Aukaþing SSNE skorar á ráðherra að hraða vinnu við mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu fatlaðs fólks þannig að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er, eða þannig að sveitarstjórnir geti gert ráð fyrir breytingum við gerð fjárhagsáætlana ársins 2023. Jafnframt leggur aukaþing SSNE ríka áherslu á að Alþingi tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans, en því miður er ekki hægt að sjá vilja til þess endurspeglast í fjárlagafrumvarpi því sem fjármálaráðherra lagði nýverið fram.
Opið verður fyrir umsóknir frá kl. 13:00 12. október til kl. 13:00 17. nóvember 2022

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra opnar fyrir umsóknir 12.10.22

Ert þú með hugmynd að verkefni?

Ályktun SSNE um fyrirhugaða gjaldtöku í jarðgöngum

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 fagnar aukinni áherslu ríkisstjórnarinnar á þjóðhagslega arðsamar flýtiframkvæmdir í samgöngum, en fordæmir harðlega þá hugmynd að taka upp gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins, óháð staðsetningu og ástandi, til að standa undir kostnaði við framkvæmdirnar. Ef frumvarp innanríkisráðherra sem lagt var fram í Samráðsgátt stjórnvalda síðastliðið sumar yrði lagt fram og samþykkt á Alþingi óbreytt væri það tekið fyrsta skrefið í þeirri vegferð að færa okkur nær slíkri gjaldtöku. SSNE hvetur stjórnvöld til að skoða aðrar og sanngjarnari leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Með innheimtu veggjalda á þá sem fara um jarðgöng er verið að leggja gjald á notendur einnar tegundar samgöngumannvirkja þ.e. jarðgögn og láta notendur þeirra greiða fyrir samgöngubætur annars staðar á landinu. Nái þessar fyrirætlanir fram að ganga er gjaldtakan að leggjast afar þungt á nokkur byggðalög þar sem íbúar eiga verulega erfitt með að komast hjá því að nota þessi samgöngumannvirki. Þannig er þeim íbúum ætlað að greiða hærri hlutfallslegan kostnað fyrir eina tegund samgöngumannvirkja á meðan að ekki er verið að leggja gjald t.d. á brýr, mislæg gatnamót, tvöföldun vega, flugvelli, hafnir eða önnur kostnaðarsöm samgöngumannvirki. Hvalfjarðargöng sem eru langmest eknu jarðgöng landsins, hafa þegar verið greidd upp af vegfarendum með gjaldtöku og afhent ríkinu án endurgjalds. Nú er verið að greiða upp Vaðlaheiðargöng með gjaldtöku. Önnur jarðgöng, sem eru í notkun, eru á svæðum sem búið hafa við landfræðilega einangrun. Það er hagur allra landsmanna að samgöngur séu öruggar og góðar. Samgöngur skipta miklu máli er kemur að uppbyggingu atvinnulífs, aðgengi að þjónustu, jákvæðri byggðaþróun og lífsgæðum íbúa. Því hvetur SSNE stjórnvöld til að viðhafa faglegri vinnubrögð, betri undirbúning og meiri samvinnu við breiðari hóp hagsmunaaðila áður en farið er af stað með lagasetningu, sem getur leitt til skaðlegra áhrifa fyrir ýmsar byggðir landsins.

Vörðum leiðina saman

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt. Samráðsfundur á Norðurland eystra verður haldinn 19. október milli kl. 15.00-17.00. Fundurinn verður haldin í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningu líkur daginn fyrir fund og þátttakendur frá boð í tölvupósti til að tengjast fundinum. Skráning er hér

Ályktun um innanlandsflug

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 skorar á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt geta flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands. Mikilvægi innanlandsflugs fyrir íbúa landshlutans er mikið, enda þurfa íbúar oft að sækja þjónustu sem eingöngu er hægt að nálgast í Reykjavík. Það er óásættanlegt að ekki sé hægt að treysta á almenningssamgöngur í lofti þegar á þarf að halda. Mikilvægt er friður skapist um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar til framtíðar, auk þess að tryggja áreiðanleika flugáætlunar og nauðsynlegt sætaframboð. Aukaþing SSNE áréttar að stöðugleiki og skilvirkni í innanlandsflugi er ekki síður mikilvægur ferðaþjónustu í landshlutanum, en það er gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að dreifa ferðafólki betur um landið, allt árið um kring. Þá telur aukaþing SSNE mikilvægt að stjórnvöld efli Loftbrúarverkefnið enn frekar og tryggi að íbúar verði ekki af þeim réttindum þó röskun verði á flugáætlun. Þá er mikilvægt að innanlandsflug til Húsavíkur verði tryggt í sessi, sem og flugáætlun frá Akureyri til Þórshafnar, en þar er um að ræða mikilvæga samgönguleið fyrir íbúa landshlutans, ekki síst yfir vetrartímann.

Ályktun um fjármögnun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Ályktunum aukaþings SSNE Haldið í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 Ályktun um fjármögnun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2023 skorar á stjórnvöld að auka fjármögnun til Sóknaráætlunar Norðurlands eystra í stað þess að draga úr henni enn eitt árið, líkt og boðað er í fjárlögum 2023. Þetta gerir það að verkum að fjármagn til sóknaráætlana verður minna en það var árið 2017. Þessi þróun er sérstaklega óskiljanleg í því ljósi að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna árið 2021, kemur skýrt fram að efla eigi sóknaráætlanir landshlutanna. Sóknaráætlanir hafa verið öflugt tæki sem heimafólk hefur fengið að beita til að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku til þeirra sem þekkja best til aðstæðna. Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvægur farvegur fyrir beinan stuðning til nýsköpunarverkefna, svæðisbundinna sprota og frumkvöðla í gegnum Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Getum við bætt síðuna?