Fara í efni

Eflum innviði

Eflum innviði

Eitt af hagsmunamálum okkar á Norðurlandi eystra er að styðja við og efla innviðina okkar; til að mynda fólkið sem býður ferðamenn Norðurlands eystra í heimsókn, býður upp á afþreyingu og heldur uppi hefðum, sögu, list- og menningarviðburðum allan ársins hring. Í október standa Safnaklasarnir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sem og SSNE fyrir vinnustofum fyrir starfsfólk safna, setra og sýninga á svæðinu. Ganga vinnustofurnar undir heitinu Miðlun á mánudögum og eru viðfangsefnin fjölbreytt. Til að mynda grisjun, samfélagsmiðlamiðlun, fræðsla fyrir jaðarhópa, skapandi samstarf grunnskóla, meðferð ljósmynda og tæknibrellur í sýningahönnun.

Við hvetjum áhugasama um vinnustofur klasanna að hafa samband við Hildi Halldórsdóttur verkefnastjóra á sviði menningarmála hjá SSNE, hildur@ssne.is. Verkefnið er fjármagnað sem áhersluverkefni úr Sóknaráætlun.

 

Getum við bætt síðuna?