Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Opið fyrir umsóknir í nýsköpunarsjóð námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2022 kl 15.00.
Arnheiður Jóhannsdóttir og Anna Lind Björnsdóttir.

Verkefnastjóri SSNE fjallar um nýsköpun á Norðurlandi í Föstudagsþætti N4

Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 þann 26. nóvember sl. Þær ræddu við Odd Bjarna nýsköpun og grasrótarverkefni í landshlutanum

Störf án staðsetningar: Ásgarður - skóli í skýjunum

Ásgarður auglýsir lausa til umsóknar stöðu stærðfræði og náttúrufræði kennara. Starfið er óháð staðsetningu, en höfuðstöðvar Ásgarðs eru á Akureyri. Starfið felst í að kenna í Ásgarði - skóla í skýjunum og vinna að námsgagnagerð fyrir Námsgagnatorgið. Viðkomandi þarf að hafa óbilandi áhuga á samþættingu, leiðsagnarnámi og verkefnum sem gera ráð fyrir fjölbreytileika nemenda

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út

Eins og alltaf er af nógu að taka í mánaðarlegu fréttabréfi SSNE sem hér er á borðstólnum.
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Dagskrá síðara aukaþings SSNE

10. desember næstkomandi verður seinna aukaþing SSNE 2021 haldið. Sem kunnugt er stóð til að halda þingið í Eyjafjarðarsveit en vegna stöðu faraldursins var það talið óumflýjanlegt að færa þingið yfir í netheima. Við erum orðin býsna vön því að halda rafræn þing og reyndar er það svo að SSNE hefur ekki enn náð að halda staðarþing. En það kemur að því og nú stefnum við bjartsýn á ársþing SSNE 2022 í Eyjafjarðarsveit í apríl á næsta ári.
Akureyri. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Tímamótahlutverk Akureyrar í nýjum stjórnarsáttmála

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að mótuð verði stefna um að skilgreina frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni.
Grímsey. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

12 umsóknir bárust í Frumkvæðissjóð Glæðum Grímsey

Í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey bárust 12 umsóknir. Heildarkostnaður við verkefnin er alls um 55.5 m.kr. Sótt var um styrki að upphæð alls 23.3 m.kr. Verkefnisstjórn Glæðum Grímsey mun meta umsóknir og úthluta styrkjum í byrjun árs 2022. Fjöldi og metnaður umsókna sem bárust í Frumkvæðissjóðinn endurspeglar áhuga fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á að þróa og efla atvinnulíf og samfélag í Grímsey.

Störf án staðsetningar: Starf tæknilegs vörustjóra hjá Stafrænu Íslandi laust til umsóknar

Fjármála og efnahagsráðuneytið leitar að tæknilegum vörustjóra (e. technical product manager) til að leiða innleiðingu á straumnum (e. X-Road), öruggu gagnaflutningslagi hins opinbera, og þróun á vefþjónustum ríkisins í náinni samvinnu við fjölmargar stofnanir hins opinbera.
Þátttakendur og aðstandendur Vaxtarrýmis 2021.

8 verkefni klára fyrsta viðskiptahraðal Norðurlands eystra

Lokaviðburður Vaxtarrýmis var haldinn föstudaginn 26. nóvember sl. þar sem 8 glæsileg teymi kynntu verkefnin sín.
Mývatn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Vel heppnað ungmennaþing SSNE

Ungmennaþing SSNE fór fram í Mývatnssveit dagana 25. - 26. nóvember síðastliðinn. Þar voru saman komin um 30 ungmenni úr sveitarfélögum landshlutans og tókust á við áskoranir Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem var jafnframt þema þingsins.
Getum við bætt síðuna?