Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Starfshópur um póstþjónustu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta hvernig best megi ná markmiðum 1. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 um alþjónustu, m.a. með hliðsjón af tækninýjungum, samkeppnissjónarmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
Ljósmynd: Skipulagsstofnun

Raforkumál í Eyjafirði

Þann 11. Nóvember sl. héldu Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE fjarfund undir yfirskriftinni Aukin raforka í Eyjafirði – Tálsýn eða tækifæri? Um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var farið yfir innviðamál sem sífellt þarf að halda á lofti, þá sér í lagi um afhendingargetu og afhendingaröryggi í orkumálum

Endurnýjanleg orka á afskekktum svæðum: Tækifæri fyrir hreina orku á norðurslóðum

Þann 24. nóvember nk. verður haldin rafræn málstofa um ýmsar víddir endurnýjanlegrar orku á norðurslóðum, meðal annars út frá staðbundnum sjónarmiðum.

Haustfundur atvinnuráðgjafa 2021

Í byrjun nóvembers komu atvinnuráðgjafar og starfsfólk Byggðastofnunar saman á Snæfellsnesi til að ræða verkefni og deila þekkingu.
Ljósmynd: Hjalti Árnason

Samgöngustefna Norðurlands eystra - Mögulegar framkvæmdir í vegagerð

Unnin hefur verið skýrsla um mögulegar framkvæmdir í vegagerð á Norðurlandi eystra. Skýrslan er fyrsti áfangi í áhersluverkefni sem RHA tók að sér að vinna fyrir SSNE. Markmið verkefnisins er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að þeir komist í umræðu og í framhaldinu sé unnt að forgangsraða völdum kostum kerfisbundið á einhvern hátt með hag almennings og atvinnu- og efnahagslífs landshlutans í huga.
Gunnar Már, Arna Björg og Oddur Bjarni, þáttastjórnandi.

Glæðum Grímsey og Betri Bakkafjörður í Föstudagsþætti N4

Arna Björg Bjarnadóttir og Gunnar Már Gunnarsson settust niður hjá þáttastjórnandanum Oddi Bjarna og ræddu málefni Brothættra byggða
Mynd: Stjórnarráðið (golli)

Nýr styrktarsjóður fyrir rannsóknir í mannvirkjagerð

Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskor­unum á sviði mannvirkjagerðar.

Opnað hefur aftur fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu auglýsingar sem birtust 23. september og 25. september sl. en umsóknir sem bárust skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur inn.

158 umsóknir um styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Eru þetta heldur færri umsóknir en í fyrra en þá var heildarfjöldi umsókna 201 og höfðu aldrei áður borist jafnmargar umsóknir.

Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“ fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 15. desember 2021.
Getum við bætt síðuna?