Fara í efni

Glæðum Grímsey og Betri Bakkafjörður í Föstudagsþætti N4

Gunnar Már, Arna Björg og Oddur Bjarni, þáttastjórnandi.
Gunnar Már, Arna Björg og Oddur Bjarni, þáttastjórnandi.

Glæðum Grímsey og Betri Bakkafjörður í Föstudagsþætti N4

Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Glæðum Grímsey og Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 þann 5. nóvember sl. 

Í þættinum ræddu þau málefni Grímseyjar og Bakkafjarðar og stikluðu á stóru um starf þeirra og verkefni. Þá kynntu þau einnig Frumkvæðissjóð Brothættra Byggða en opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Glæðum Grímsey til 24. nóvember nk. og Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar til 15. desember nk.

 


 

Getum við bætt síðuna?