Fara í efni

Endurnýjanleg orka á afskekktum svæðum: Tækifæri fyrir hreina orku á norðurslóðum

Endurnýjanleg orka á afskekktum svæðum: Tækifæri fyrir hreina orku á norðurslóðum

Þann 24. nóvember nk. verður haldin rafræn málstofa um ýmsar víddir endurnýjanlegrar orku á norðurslóðum, meðal annars út frá staðbundnum sjónarmiðum.

Á viðburðnum verður rætt um loftslagsbreytingar sem hafa í för með sér áskoranir um allan heim með sjáanleg áhrif á bæði náttúruleg og félagsleg kerfi sem og innviði á öllum svæðum. Slíkar áskoranir eru sérstaklega áberandi á norðurslóðum með meðal annars bráðnun sífrera og auknum flóðum, sem hefur áhrif á orkuöryggi og framfarir í grænni orku, einkum á afskekktum svæðum.

Auk loftslagsbreytinga eru einnig flóknar hindranir eins og erfið veður- og ísskilyrði, fjarlægð og hár flutningskostnaður aðeins nokkrar af þeim áskorunum sem samfélög á norðurslóðum standa frammi fyrir við að tryggja orkuframleiðslu og orkuöflun.

Þessir fylgikvillar hafa leitt til áframhaldandi útbreiddrar notkunar á jarðefnaeldsneyti eins og dísilolíu, þungaolíu og kolum sem stöðugum orkugjöfum fyrir virkjanir sem geta starfað í köldu loftslagi. Með auknum þrýstingi til að draga úr kolefnislosun og umhverfisáhrifum orkugeirans, eru endurnýjanleg orka eins og sól, vindur, lífmassa og jarðhiti mikilvægur valkostur við hefðbundnari orkugjafa. Árangursrík þróun og innleiðing á hreinni orku á afskekktum svæðum krefst meiri nýsköpunar og stuðnings bæði hins opinbera og einkageirans.

Viðburðurinn er á vegum Norðurslóðanets Íslands og WiRE International (Women in Renewable Energy) , í samvinnu við Utanríkisráðuneytið, sendiráð Kanada á Íslandi, sendiráð Íslands í Kanada, SSNE, Jafnréttisstofu, og EHRC (Electricity Human Resources Kanada).

Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu.

Getum við bætt síðuna?