Fara í efni

Störf án staðsetningar: Ásgarður - skóli í skýjunum

Störf án staðsetningar: Ásgarður - skóli í skýjunum

Ásgarður auglýsir lausa til umsóknar stöðu stærðfræði og náttúrufræði kennara. Starfið er óháð staðsetningu, en höfuðstöðvar Ásgarðs eru á Akureyri.

Starfið felst í að kenna í Ásgarði - skóla í skýjunum og vinna að námsgagnagerð fyrir Námsgagnatorgið. Viðkomandi þarf að hafa óbilandi áhuga á samþættingu, leiðsagnarnámi og verkefnum sem gera ráð fyrir fjölbreytileika nemenda

Góð UT færni er algjört skilyrði.
Upplýsingar gefur Kristrún Lind Birgisdóttir kristrun@ais.is / 899 9063.

Umsóknarfrestur er til 8. desember nk.

Heimasíða Ásgarðs - www.asgardur.is 

Ásgarður - Skóli í skýjunum
Heildstætt nám sem byggir á áhugasviði nemenda og styrkleikum. Allir nemendur fá krefjandi verkefni þar sem markið er sett hátt. Nemendamiðað nám alfarið óháð staðsetningu.

Námið í Ásgarði
Nemendamiðað og heildstætt nám sem byggir á samþættingu námsgreina. Skólanámskrá skólans byggir á Aðalnámskrá grunnskóla og International Middle Years Curriculum sem notuð er í 90 löndum og 1500 skólum. Í Ásgarði koma nemendur á virkan hátt að stjórn skólans, skipuleggja nám sitt og taka beinan þátt í verkefnum sem bæta heiminn.

Sýn og stefna
Skólasamfélag sem vinnur að því með nemendum sínum og fjölskyldum þeirra að þeir verði færir um að taka virkan þátt í því að bæta heiminn. Nemendur Ásgarðs fá tækifæri til að verða virkir þáttakendur í lýðræðissamfélagi með beinni þátttöku í verkefnum sem hafa greinilega þýðingu og merkingu fyrir þá sjálfa.

Ásgarður er eitt áhersluverkefna SSNE ársins 2021 sem samþykkt var þann 5. febrúar 2021 á 21. stjórnarfundi SSNE.

Getum við bætt síðuna?