Fara í efni

Dagskrá síðara aukaþings SSNE

Heimskautsgerðið við Raufarhöfn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Dagskrá síðara aukaþings SSNE

10. desember næstkomandi verður seinna aukaþing SSNE 2021 haldið. Sem kunnugt er stóð til að halda þingið í Eyjafjarðarsveit en vegna stöðu faraldursins var það talið óumflýjanlegt að færa þingið yfir í netheima. Við erum orðin býsna vön því að halda rafræn þing og reyndar er það svo að SSNE hefur ekki enn náð að halda staðarþing. En það kemur að því og nú stefnum við bjartsýn á ársþing SSNE 2022 í Eyjafjarðarsveit í apríl á næsta ári.

Smelltu hér til að skrá þig á þing.

Þingið 10. desember hefst klukkan 8:30 og er dagskrá þess eftirfarandi:

Kl. 08:30 Þingsetning. Hilda Jana Gísladóttir, formaður SSNE. 
                    Kosning fundarstjóra og fundarritara.
                    Kosning kjörnefndar.
                    Skýrsla um framvindu starfsáætlunar 2021.
                    Skýrsla um framvindu fjárhagsáætlunar 2021.
                    Starfs- og fjárhagsáætlun úthlutunarnefndar Uppbyggingasjóðs.
Kl. 09:10 Minjavernd og samspil við skipulagsmál.
Kl. 09:30 Árangsmat Sóknaráætlunar.
Kl. 09:50 Ávörp gesta.
Kl. 10:05 Umhverfismál SSNE.
                   Áskoranir sveitarfélaga.
                   Framtíð í loftlagsmálum og orkuskiptum.
                   Úrgangsmálin- svar við áskorunum og framtíðarpælingar.
                   Landnýting - tækifæri sveitarfélaga í breyttri landnotkun.
                   Umræður.
Kl. 11:30 Áhersluverkefni 2022.
                  Kynning á framkomnum hugmyndum.
                  Hópavinna og umræður.
Kl. 12:30 Þingi slitið.

Minnt er á að þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna, innan marka laga og samþykkta. Rétt til setu á þingunum eiga allir einstaklingar og lögaðilar sem eiga lögheimili á starfssvæði landshlutasamtakanna. Einnig hafa fjölmargir fulltrúar hagaðila málfrelsi og tillögurétt á þingum og sjá má upplýsingar þess efnis í 4. gr. samþykkta SSNE, sjá: Samþykktir | SSNE.is 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?